Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 72
Þegar um prófanir eða mælingar er að
ræða, þar sem markmiðið er að skila
ákveðnum mæliniðurstöðum, má hins vegar
skýrgreina vinnu, kostnað og aðra þætti líkt
og gert er með verklegar framkvæmdir. Ég fæ
ekki betur séð en þetta sé meginástæða þess
að prófanir og mælingar eru flokkaðar af
mörgum undir „hagnýtar rannsóknir", þótt
þær teljist alls ekki með réttu til rannsókna,
a.m.k. samkvæmt mínum skilningi á því orði
eins og áður hefur komið fram.
Rannsókn lýkur ekki með mælingum.
Þegar mæliniðurstöður liggja fyrir þarf að
túlka þær. Markmið rannsókna er að bæta
við þekkingu, ekki að safna staðreyndum
með mælingum eða öðrum aðferðum.
Athuganir eða kannanir á ýmsum fyrir-
bærum í náttúrunni eiga margt sameiginlegt
með rannsóknum. Það er vegna þess að
gögn eru ófullnægjandi til að skýrgreina
megi tiltekna athugun nákvæmlega fyrir-
fram. Hvernig á t.d. að gera óyggjandi
áætlun um jarðhitaleit á svæði sem þar sem
engan jarðhita er að finna, að ekki sé talað
um árangurinn? Vissulega er unnt að gera
áætlanir varðandi mannafla, kostnað og tíma
við ákveðnar mælingar en þær segja ekkert
til urn hver árangurinn verður, ólíkt því sem
er t.d. við hönnun húsbyggingar. Að þessu
leyti skarast rannsóknir og athuganir. Það
réttlætir þó ekki að orðin rannsókn og
athugun hafi óljósa merkingu.
Rannsóknir í náttúruvísindum leiða mjög
sjaldan til uppgötvunar nýrra lögmála.
Yfirleitt er um að ræða aukna þekkingu á
tilteknum ferlum eða á nýjum svæðum.
Vinna við rannsóknir felur undantekninga-
lítið í sér að safna saman þeirri vitneskju og
þekkingu sem til er um rannsóknarefnið og
bæta síðan við þekkinguna með nýjum
gögnum og túlkun þeirra.
■ MANNAFLI
Það er afgerandi munur á þeim mannafla sem
þarf til rannsóknarverkefna annars vegar og
til mælinga og prófana hins vegar. Rann-
sóknir gera kröfu um að einstaklingurinn
sýni frumkvæði og hafi til að bera sköpunar-
gáfu. Þeir sem rannsóknir stunda eiga
þannig margt skylt með rithöfundum og
listamönnum. Það dugar ekki að kalla
prófanir og mælingar rannsóknir, hvað þá
hagnýtar rannsóknir, og ætlast til þess að
áhugasamir einstaklingar, sem lokið hafa
framhaldsnámi við háskóla, séu ánægðir
með að fara í mælingarvinnu. Kunnátta
þeirra nýtist heldur ekki vel við slíka vinnu.
Ekki má skilja þessi orð mín svo að ég telji
rannsóknir æðri mælingum eða prófunum.
Öll þessi störf hafa vissulega sitt gildi og
sinn tilgang. Málið er að allir einstaklingar
leita að störfum við sitt hæfi, störfum sem
eru áhugaverð en þó fyrst og fremst
krefjandi, spennandi eða kalla á framtak.
Árangurinn af hinni almennu skýrgreiningu
á hagnýtum rannsóknum hér á landi er m.a.
sá að fæla áhugasamt rannsóknarfólk úr
landi, fólk sem gæti nýst þjóðinni mjög vel.
Langflestir Islendingar sem ljúka fram-
haldsnámi í náttúrufræðum gera það við
erlenda háskóla. Rannsóknarverkefnin sem
þeir velja sér mótast gjarnan af hinu erlenda
umhverfi. Þegar heim er komið fer svo fyrir
mörgum að þeir finna ekki áhugaverð störf
og snúa aftur til útlanda. Þessu mætti breyta
með því að láta aðstæður í íslensku þjóð-
félagi móta meira verkefnavalið en nú er.
■ HVER ER AFSTAÐAN TIL
GILDIS RANNSÓKNA?
Afstaða almennings og valdhafa í hinum
vestræna heimi til rannsókna í raunvísindum
hefur breyst á undanförnum áratugum. Fyrir
og eftir síðari heimsstyrjöldina var það
viðhorf til rannsókna áberandi að setja
nánast alla þá peninga í þær sem rann-
sóknarmenn gátu eytt. Þetta viðhorf
helgaðist líklegast af þeirri trú manna að
rannsóknir væru það afl sem mestum
framförum skilaði í efnahagslegu tilliti. Þá
var rannsóknar- og tæknimönnum beitt fyrir
vagn framfaranna. En á síðustu árum eða
áratugum hefur dæmið snúist við. Ekki
heyrist eins mikill jákvæður áróður fyrir
rannsóknum, miklu oftar viðvörunarorð frá
raunvísindamönnum. Hvatt hefur verið til
134