Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 24
Tafla 1. Nokkrar mœlingar á leiðni í ám á Austfjörðum 9.-12. september 1995, samanborið
við jlatarmál gróðurlendis, þ.e. vel gróins lands. - Conductivity of rivers in the East com-
pared with area of vegetation cover in the catchment areas.
Leiðni/ Conductivity Vatnsfall-st öð/River-station pS/cm Gróið vatnasvið/ Vegetation cover km2 Vatnasvið alls/ Total catchment area km2
Geithellnaá, ofan þjóðvegar 30 33 187
- gegnt Virkishólaseli 27 30 166
- við Skálahvamm 21 11 100
- um 1 km frá dalbotni 17 2 86
Hamarsá, við gömlu brúna 31 28 273
- við Steiná 24 22 213
Fossá, Berufirði ofan foss 30 12 113
Norðfjarðará við Grænanes 42 41 106
- ofan Seldalsár 32 18 58
- Fannardalur 28 5 31
Aðalsteinsson 1995, Ingi Rúnar Jónsson og
Guðni Guðbergsson 1993, þessi rannsókn,
l. tafla). Þær athuganir sem hér er vitnað til
og gerðar voru á mismunandi tímum benda
til að á Austfjörðum sé leiðni í úrkomu sem
fellur inn til landsins lrklega almennt nálægt
10 |iS/cm. Ein mæling á regnvatni við
Nautöldu í Þjórsárverum gaf leiðnina 11,5
(iS/cm (12.06.1974). Efnainnihald úrkomu fer
m. a. eftir sjávarseltu og gæti því leiðni í
úrkomu verið talsvert hærri úti við
ströndina, svo sem stakar mælingar benda
til; 53 |iS/cm í læk við Unaós við Héraðssand
(300 m y.s.) og 44 |iS/cm í læk við Gerpisvatn
(450 m y.s.). Af fjallendi milli fjarða á
Vestfjörðum rennur vatn með leiðni á bilinu
50-60 |iS/cm (2. tafla). Sýrustig (pH) úrkomu
hérlendis er tíðast á bilinu 5-6, að meðaltali
um 5,4 (Sigurður R. Gíslason 1993).
Nægilegt framboð næringarefna er mikil-
vægt frumbjarga lífverum. Af ólífrænum
næringarefnum eru nitur (N) og fosfór (P)
líklegust til að takmarka framleiðni þeirra.
Líklega er kísill (Si) ekki takmarkandi í
straumvötnum, svo mikill er styrkur hans og
aðburður samanborið við upptöku í þörung-
um. Uppruni niturs (N) er í andrúmslofti en
fosfórs (P) og kísils (Si) í bergi. Til eru
mælingar á meðalstyrk niturs í úrkomu og
var hann að meðaltali 124 pg/1, en reiknaður
meðalstyrkur fosfórs um 1,5 pg/1 (Sigurður
R. Gíslason o.fl. 1996). Þetta er tvöfalt á við
styrk niturs í lindavatni við Mývatn og
Þingvallavatn (Jón Ólafsson 1979, 1992)ogí
lindum við Tungnaá (Sigurbjörn Einarsson
og Hákon Aðalsteinsson 1991). Af því
virðist mega draga þá ályktun að jafnvel á
fremur gróðurlitlum vatnasvæðum skili
aðeins helmingur niturákomunnar sér til
grunnvatnsins en hinn helmingurinn bind-
ist jarðvegi og gróðri. Þetta er mjög í sam-
ræmi við útreikninga Sigurðar R. Gíslasonar
o.fl. (1996), sem komust að þeirri niðurstöðu
að aðeins helmimgur niturs í úrkomu skili sér
til áa á Suðvesturlandi.
Efnastyrkur í straumvötnum
Samkvæmt rannsóknum Sigurðar R. Gísla-
sonar og Stefáns Arnórssonar (1988) er
hraði efnarofs hérlendis með því mesta sem
gerist í heiminum, bæði sökum mikillar
úrkomu og afrennslis og berggerðar lands-
ins. Vegna mikillar úrkomu og afrennslis
skilar efnarofið sér þó ekki í samsvarandi
háum efnastyrk í árvatni, sem þeir áætla að
sé nokkuð undir heimsmeðaltali. Það tekur
102