Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 4

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 4
Að lifa í landi náttúruhamfara Mannskaðasnjóflóðin á þessu ári haí'a minnt þjóðina óþyrmilega á að hún býr í erfiðu landi. Vindar blása hér oftar og sterkar en á öðrum byggðum bólum, landið er heitur reitur á virkum flekaskilum með tilheyrandi eld- virkni og jarðskjálftum, snjóflóð, skriðuföll og sjávarflóð eru tíð. Ekki er spurt um það hvort við ætlum að lifa í þessu landi heldur hvernig við ætlum að lifa með þeim hættum sem það býr okkur. Áföllin í Súðavík og á Flateyri voru hörmuleg en því miður bendir margt til þess að við eigum enn eftir að verða fyrir biturri reynslu af kæruleysislegri umgengni við náttúruöflin. Hvarvetna blasa dæmin við. Bæir og þorp hafa víða byggst upp undir bröttum hlíðum þar sem snjóflóðahætta er augljós. Á Húsavík er nær öll byggðin á sprungukerfi sem er upptakasvæði stórra jarð- skjálfta. Skólum og sjúkrahúsi er þar valinn staður eins nálægt meginmisgenginu og hægt er. Á Selfossi hefur byggð þróast án tillits til sprungna og legu bæjarins á hættulegasta jarðskjálftasvæði landsins. í Grindavík byggja menn klofvega yfir þekktar sprungur án umhugsunar. Tjón á Kópaskeri í jarð- skjálftanum 1976 varð einkum vegna þess að hús voru mörg byggð á sprungum. Á Álfta- nesi og í kvosinni í Reykjavík er byggt niður að sjávarmáli eins og menn hafi aldrei heyrt minnst á hækkandi sjávarborð í heiminum eða landsig á Reykjavíkursvæðinu. Vík í Mýrdal er að stórum hluta byggð á seti frá síð- asta Kötluhlaupi. „Það er ekki alltaf guði að kenna að ólukka skeður“ skrifaði Sigurður Þórarinsson á sínum tíma og vitnaði til orða gamals Eyfirðings eftir jarðskjálftann á Dal- vík 1934. Okkur er að vísu nokkur vorkunn. Þjóð- félagið hefur tekið stakkaskiptum á síðustu hálfri öld meðan náttúran hefur farið um okkur fremur mildum höndum. Stærstu jarð- skjálftar hafa átt upptök í sjó og veðurfar hefur verið með blíðara móti. Hætturnar hafa Páll Einarsson (f. 1947) lauk Ph.D.-prófi í jarðeðlis- fræði frá Columbia University í New York í Banda- ríkjunum 1975. Páll var sérfræðingur við Raunvís- indastofnun Háskólans 1975-1994 er hann varð prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla lslands. því viljað gleymast og reist hafa verið mann- virki án tillits til þeirra og reyndar oft ekki til forskrift um hvernig það skuli gert. Stund- um er nauðsynlegt að taka áhætlu en það þarf að gera að vandlega at- huguðu máli. Náttúru- fræðingum sem vakið hafa athygli á hætt- unum hafa stundum verið gerðar upp annar- legar hvatir. Þeir eru sagðir úrtölumenn, hug- leysingjar, haldnir sýniþörf eða bara að snapa sér fé til rannsókna. Tínti milli skaðræðisatburða á hverjum stað er víða langur, miklu lengri en sá tími sem sögur ná til. Fyrir snjóflóð og jarðskjálfta skiptir hann til dæmis tugum til þúsundum ára, fyrir eldgos þúsundum til tugþúsundum ára. Sögulegar heimildir gefa því ekki nema injög ófullkomna mynd af hættunni. Afleið- ingin af þessu er að svo virðist sem næstum allir skaðræðisatburðir verði á svæðum þar sem ekki er vitað til að slíkt hafi gerst áður. Hvað snjóflóð varðar er það sjálfsögð regla að ekki sé byggt á þekktum snjóflóðasvæðum. En ekki ætti heldur að byggja á öðrum satnbærilegum svæðum, jafnvel þótt ekki sé kunnugt um að þar hafi fallið snjóflóð. Ekki má einskorða sig við svæði þar sem atburðir hafa gerst heldur verður einnig að líta til svæða þar sem atburðir geta gerst. Hér þarf að koma til hugárfarsbreyting við mat á náttúruvá. Af því sem að ofan segir er Ijóst að raun- hæft mat á hættu af völdum nátlúrunnar verður að byggjast á öflugum rannsóknum. Vissulega ber okkur að sækja þekkingu til annarra landa þar sem rnenn hafa reynslu af nábýli við náttúruöflin, en þar sem íslensk náttúra er um marga hluti sérstæð er okkur lífsnauðsynlegt að stunda hér fjölþættar náttúrurannsóknir. Öðruvísi verður ekki allað þeirrar þekkingar sem þarf til að lifa í landinu og koma í veg fyrir ónauðsynlega áhættu. Hér þarf stórátak. Páll Einarsson 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.