Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 17
Nýsjálenskur flatormur VELDUR USLA VIÐ NORÐUR-ATLANTSHAF HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Innflutningur minks á fyrri hluta aldar- innar er skýrt dæmi um það hve vara- samt getur verið að bœta nýjum teg- undum í viðkvœmt lífríki landsins. Með flutningatœkni nútímans berast stöðugt til landsins nýjar tegundir smádýra en sem beturfer ná fæstar þeirra fótfestu vegna óhentugra lífsskilyrða. Eifitt getur reynst að koma í veg fyrir slíkan innflutning og nú kann að vera váfyrir dyrum. síðasta áratug hefur nýsjá- lenskur flatormur Artioposthia triangulata■ hreiðrað um sig í jarðvegi á Norður-írlandi, Skot- landi, Englandi og í Færeyjum. Flatorm- urinn lifir þar einkum á ánamöðkum, en eins og kunnugt er auka þeir og viðhalda frjósemi jarðvegs og eru mikilvæg fæða ýmissa fuglategunda. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem flatormurinn þrýfst vel, til dæmis á Norður-írlandi og í Færeyjum, getur hann útrýmt ánamöðkum á skömm- um tíma. Útbreiðsla flatormsins í Norður- Evrópu tengist einkuin plöntuinnilutningi. Árið 1990 fannst flatormurinn í fyrsta sinn á Islandi og var það í gróðurhúsi í Reykja- vík. Enn sem komið er hefur flatormurinn ekki fundist í jarðvegi hérlendis. Hólmfríður SigurðardóUir (f. 1960) lauk B.S.- prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1984 og cand. scient.- prófi f jarðvegslíffræði frá Háskólanum í Árósum 1987. Hólmfríður starfar nú hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Strandhögg VIÐ Norður-Atlantshaf Árið 1963 varð fyrst vart við flatorminn utan Nýja-Sjálands en það var í húsagörð- um í úthverfum Belfast á Norður-írlandi. Talið er að hann hafi borist þangað með innfluttum blómum. Skömmu síðar fannst hann í Suður-Skotlandi en þaðan barst hann norður til Orkneyja og suður til London. Árið 1982 fannst flatormurinn í Færeyjum og á 10 ára tímabili hefur hann náð að breiðast út í ræktað land um flestar eyjarnar. Þetta stafar m.a. af því að Fær- eyingar eru iðnir við að skiptast á garð- plöntum (Mather og Christensen 1992). Flatormurinn heldur sig á svæðum þar sem áhrifa mannsins gætir að einhverju ráði, til dæmis í gróðrarstöðvum, gróðurhúsum, lysti-, húsa- og kartöflugörðum og í túnum. Flatormurinn þrífst vel í svölu og röku loftslagi Norður-Atlantshafsins enda svip- ar því til aðstæðna sem ríkja í heimkynn- um hans í beykiskógum suðurhluta Nýja- Sjálands. Kjörhitastig flatormsins er um 15°C en hann er einnig virkur allt niður í tveggja stiga frost. Hins vegár þolir flat- ormurinn ekki hærri hita en 20°C (Black- shaw og Stewart 1992). Líkamsbygging og æxlun Fylkingin flatormar (Plathelminthes) skiptist í þrjá aðalflokka, iðorma, sogorma og bandorma, og eru rnargir þeirra sníkju- dýr. Nýsjálenski flatormurinn Artioposthia triangulata tilheyrir flokki iðorma og hefur aðeins ein tegund þeirra fundist hér- Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 15-18, 1995. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.