Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 17
Nýsjálenskur flatormur
VELDUR USLA VIÐ
NORÐUR-ATLANTSHAF
HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Innflutningur minks á fyrri hluta aldar-
innar er skýrt dæmi um það hve vara-
samt getur verið að bœta nýjum teg-
undum í viðkvœmt lífríki landsins. Með
flutningatœkni nútímans berast stöðugt
til landsins nýjar tegundir smádýra en
sem beturfer ná fæstar þeirra fótfestu
vegna óhentugra lífsskilyrða. Eifitt
getur reynst að koma í veg fyrir slíkan
innflutning og nú kann að vera váfyrir
dyrum.
síðasta áratug hefur nýsjá-
lenskur flatormur Artioposthia
triangulata■ hreiðrað um sig í
jarðvegi á Norður-írlandi, Skot-
landi, Englandi og í Færeyjum. Flatorm-
urinn lifir þar einkum á ánamöðkum, en
eins og kunnugt er auka þeir og viðhalda
frjósemi jarðvegs og eru mikilvæg fæða
ýmissa fuglategunda. Rannsóknir hafa
sýnt að þar sem flatormurinn þrýfst vel, til
dæmis á Norður-írlandi og í Færeyjum,
getur hann útrýmt ánamöðkum á skömm-
um tíma. Útbreiðsla flatormsins í Norður-
Evrópu tengist einkuin plöntuinnilutningi.
Árið 1990 fannst flatormurinn í fyrsta sinn
á Islandi og var það í gróðurhúsi í Reykja-
vík. Enn sem komið er hefur flatormurinn
ekki fundist í jarðvegi hérlendis.
Hólmfríður SigurðardóUir (f. 1960) lauk B.S.- prófi í
líffræði frá Háskóla íslands 1984 og cand. scient.-
prófi f jarðvegslíffræði frá Háskólanum í Árósum
1987. Hólmfríður starfar nú hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Strandhögg VIÐ
Norður-Atlantshaf
Árið 1963 varð fyrst vart við flatorminn
utan Nýja-Sjálands en það var í húsagörð-
um í úthverfum Belfast á Norður-írlandi.
Talið er að hann hafi borist þangað með
innfluttum blómum. Skömmu síðar fannst
hann í Suður-Skotlandi en þaðan barst
hann norður til Orkneyja og suður til
London. Árið 1982 fannst flatormurinn í
Færeyjum og á 10 ára tímabili hefur hann
náð að breiðast út í ræktað land um flestar
eyjarnar. Þetta stafar m.a. af því að Fær-
eyingar eru iðnir við að skiptast á garð-
plöntum (Mather og Christensen 1992).
Flatormurinn heldur sig á svæðum þar sem
áhrifa mannsins gætir að einhverju ráði, til
dæmis í gróðrarstöðvum, gróðurhúsum,
lysti-, húsa- og kartöflugörðum og í túnum.
Flatormurinn þrífst vel í svölu og röku
loftslagi Norður-Atlantshafsins enda svip-
ar því til aðstæðna sem ríkja í heimkynn-
um hans í beykiskógum suðurhluta Nýja-
Sjálands. Kjörhitastig flatormsins er um
15°C en hann er einnig virkur allt niður í
tveggja stiga frost. Hins vegár þolir flat-
ormurinn ekki hærri hita en 20°C (Black-
shaw og Stewart 1992).
Líkamsbygging og æxlun
Fylkingin flatormar (Plathelminthes)
skiptist í þrjá aðalflokka, iðorma, sogorma
og bandorma, og eru rnargir þeirra sníkju-
dýr. Nýsjálenski flatormurinn Artioposthia
triangulata tilheyrir flokki iðorma og
hefur aðeins ein tegund þeirra fundist hér-
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 15-18, 1995.
15