Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 23
3. mynd. Apamaðurinn frá Jövu. Til vinstri er líkan af höfuðbeinunum, gert eftir beina- leifunum. Til hœgri sést brot úr höfuðkúpunni frá þremur hliðum og neðan við höfuðkúpuna er lœrleggurinn. (Wendt 1953.) voru hollenskar nýlendur. Hann sagði upp lektorsstöðu í líffærafræði við Háskólann í Amsterdam 18872 og réðst sem herlæknir til Súmötru. Þar leitaði hann án árangurs að leifum frummanna og fékk sig fljótlega fluttan til Jövu. Árið 1891 fundu leitar- menn á hans vegum brot úr kjálka frum- stæðs manns á miðri eyjunni, þar sem heitir Trinil. Ári síðar fundust á sömu slóðum höfuðskel og lærleggur (3. mynd). Dubois þóttist hér hafa fundið apa- manninn sem Haeckel hafði lýst eftir. Af lærleggnum réð hann að maðurinn hefði gengið uppréttur og gaf honum því fræði- heitið Pithecanthropus erectus, upprétti 2 Heimildum ber ekki saman um það hvenær Dubois hafi haldið þangað austur. Ártalið 1887 er sótt í Ency- clopædia Britannica. Gould (1994) tilgreinir það líka. Wcndt (1953) segir að hann hafi stigið á skipsfjöl 1889 í einkennisbúningi undirlæknis í her Hollensku Austur-Indía og haldið til Súmötru. Samkvæmt Millar (1972) kom hann þangað sumarið 1886. apamaðurinn. Af ástæðum sem hér verða ekki raktar komst Dubois síðar á þá skoð- un að beinin væru af stórvöxnum, útdauð- um apa sem skyldari hefði verið gibboni en frummanni. Samkvæmt vísindum nútímans stendur jövumaður hollenska læknisins nærri nú- tímamanni, fremur en að hann sé tengi- liður (eða sameiginlegur forfaðir) manns og apa. Bein svipaðra frummanna hafa fundist í Kína og í Evrópu og Afríku og eru nú talin af tegund af ættkvísl okkar, Homo erectus, reismanni. Óljóst er hversu lengi hann var uppi en nefndar hafa verið tölur eins og frá því fyrir hálfri annarri milljón ára þar til fyrir um 300 þúsund árum. Rúmtak höfuðkúpunnar var að með- altali um einn lítri, sem er um 2h af því sem heili miðlungsmanns nú á dögum fyllir. Þess ber þó að geta að stærstu hauskúpur reismanna, er fundist hafa í Kína, rúma heila sem vel gæti sómt sér í nútímamanni. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.