Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 24
Hér verður ekki gerð grein fyrir fyrir- rennurum reismanna, „suðuröpunum“ í Afríku, Australopithecus og skyldum ætt- kvíslum. ■ KÓSAKKI EÐA VANSKAPNINGUR? Um síðustu aldamót voru ekki ýkjamargar leifar frumstæðra manna þekktar. Þegar frá er talinn jövumaður munu öll bein frummanna sem fundust á nítjándu öld af einni manngerð, nefnilega af neanderdals- mönnum. Fyrstu leifar neanderdalsmanns fundust á Gíbraltarhöfða árið 1848, all- heilleg hauskúpa. Hún vakti litla athygli þar til 1906, þegar þekktur skoskur mann- fræðingur, Arthur Keith (1866-1955), tók eftir henni í líffærasafni í Lundúnum og ákvarðaði sem höfuðskel neanderdals- manns. í grennd við Diisseldorf í Þýskalandi er dalverpi sem kallað er Neandertal til heið- urs presti og sálmaskáldi sem Neumann hét. Hann var uppi á 17. öld og nefndi sig upp á grísku Neander. Sumarið 1856 voru verkamenn að sprengja þar grjót og rákust á bein sem þeir töldu úr hellabirni. Þeir kölluðu á náttúrufræðikennara við nálæg- an menntaskóla, Johann Carl Fuhlrott (1804-1877), sem brátt áttaði sig á að þetta voru ekki leifar bangsa heldur fruin- stæðs manns. Hann tók eftir stórri bein- brún yfir augnatóftum mannsins. í þessu líktist hann górilluapa, sem vestrænir dýrafræðingar höfðu nýlega uppgötvað, og Fuhlrott ályktaði að beinin væru úr dýrmenni (,,Tiermensch“), milliliði górillu og manns. Hann afhenti þau líffæra- fræðingi við Háskólann í Bonn, prófessor Hermann Schaafhausen (1816-1893), sem var sammála Fuhlrott um það að þau væru úr frummanni og greindi frá því á prenti ári eftir að þau fundust. Þetta gerðist áður en Darwin birti rit sitt um uppruna tegundanna svo hugmyndir fræðimanna um þróun mannkyns af dýrum voru lítt mótaðar. Skýring Fuhlrotts og Schaafhausens á eðli neanderdalsmanns- ins mætti því litlum skilningi. Engin leið væri að sanna að maður- inn hefði lifað á ísöld, eins og þeir töldu. Þetta gat eins verið einhver sem nýlega hefði farið inn í hellinn - eða verið dreginn þangað af dýrum - og borið þar beinin. Sumir töldu að leifarnar væru af full- trúa einhverrar óæðri manngerðar. Kósakkar ráku her Napóleons á undan sér um þessar slóðir árið 1814. Kann- ski var þetta einn þeirra. Aðrir veðjuðu á kelta. Þýskur læknir og nátt- úrufræðingur, Rudolf Wagner (1805-1864), komst einhvem veginn að þeirri niðurstöðu að hér hefði nútíma 4. mynd. Þessi stytta af neanderdalsmanni eftir myndhöggvar- ann Paul Darde stendur skammt frá þorpinu Les Eyzies í Suður-Frakklandi. (Wendt 1953.) 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.