Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 25
Hollendingur verið á ferð! Öllu útbreidd- ari var sú kenning að þetta væru bein van- skapaðs sjúklings. Rudolf Virchow (1821- 1902), virtur þýskur læknir og frumufræð- ingur, taldi að neanderdalsmaðurinn hefði ungur liðið af beinkröm og síðar á ævi afmyndast af gikt. Þar kom að leifar neanderdalsmanna fundust víðar en svo að þar hefðu alls staðar kósakkar herjað eða vansköpun yrði um kennt. Nú er ljóst að þetta var sjálfstæð tegund - eða undirtegund - manna sem lifðu víða í Evrasíu og Afríku á ísöld (4. mynd). Óvíst er hvenær ‘þeir komu fyrst fram, hugsanlega fyrir 100 til 150 þúsund árum, en algengastir voru þessir menn og útbreiddastir fyrir 40 til 85 þúsund árum, á síðasta jökulskeiði ísaldar í Evrópu (Wiirm). Þeir voru kraftalega vaxnir en lágir, höfuðkúpan þykk og heilabúið til jafnaðar stærra en á nútímamönnum, hakan lítil og tennurnar stórar. Beinbrúnar neðst á enni er þegar getið. Áður var talið að þeir hefðu gengið álútir en það reyndist ekki rétt. Flestar leifar neanderdalsmanna hafa fundist í hellum og er því yfirleitt talið að þeir hafi lifað í þeim. Diamond (1992) bendir þó á það að svo þurfi ekki að hafa verið. Skýringin kunni að vera að forn bein og verkfæri geymist betur í hellum en á víðavangi. Mennirnir kunnu með eld að fara og voru allslyngir veiðimenn. Tól þeirra voru úr steini, viði og beini. Ymis- legt bendir til þess að þeir hafi grafið hina látnu, sem sumir telja merki um einhvers konar trúarbrögð. Þegar leið á síðasta jökulskeiðið þokuðu neanderdalsmenn fyrir mönnum með nú- tímasniði. í Evrópu voru þetta svonefndir crð-magnon-menn. Ekki er ljóst hvernig umskiptin fóru fram. Utrýmdu aðkomu- mennirnir neanderdalsmönnunum eða runnu þeir saman við þá? Það fer eftir skoðun manna á þessu hvort neanderdals- maðurinn er talinn sjálfstæð tegund, Homo neanderthalensis, er ekki hafi blandast tegund nútímamanna, eða undirtegund af tegund okkar, Homo sapiens neander- thalensis, sem þá hefði runnið inn í ættstofn okkar. Fleiri skýringar hafa verið gefnar, svo sem að sjúkdómar hafi átt þátt í eyðingu neanderdalsmanna. Sú skoðun virðist nú njóta vaxandi fylgis að neanderdalsmenn hafi verið sjálf- stæð tegund er lítt eða ekki hafi blandast forfeðrum okkar. Diamond bendir til dæmis á að ekki hafi fundist neinar beinaleifar sem beri kynblöndun merki3. Hann telur - og styðst þar liklega við vídd mjaðmagrindarinnar - að neanderdals- konur hafi gengið lengur með börn en nútímakonur, kannski eitt ár. Samkvæmt því væri ólíklegt að kynblöndun H. sapiens cg H. neanderthalensis hefði borið árangur. Auk þess telur Diamond að munurinn á menningu þessara manna hafi verið meiri en svo að mægðir hafi komið til greina. ■ FYRSTI ENGLENDINGURINN Þekktur kröfuhafi til titilsins missing link var piltdownmaðurinn. Árið 1912 var frá því greint á fundi jarðfræðinga í Lund- únum og í breska fræðiritinu Nature að fundist hefðu í Piltdown í Sussex á Suður- Englandi hlutar úr óvenjuþykkri höfuðskel úr manni og fornlegur kjálki. í sama jarð- lagi voru bein úr dýrum frá því snemma á ísöld og frumstæð tól úr tinnu og beini. Aðalmaðurinn við uppgröftinn var lög- fræðingur og áhugamaður um fornleifar og steingervinga. Hann hét Charles Dawson og honum til heiðurs var tegundinni gefið fræðiheitið Eoanthropus dawsoni, ármað- ur Dawsons (5. mynd). Dawson lést 26. ágúst 1916, aðeins 52 ára. Missiri síðar, í febrúar 1917, greindi 3 Á árunum 1929-34 fundust í tveimur hellum á Carmelfjalli, sem nú er í ísrael, leifar manna sem þá var gefið sérstakt tegundarheiti, Paleoanthropus palestinus. Þetta eru nú taldir neanderdalsmenn en þeim svipar um sumt til nútímamanna. Sumir þóttust þarna sjá rnerki um kynblöndun. Aðrir töldu carmelfjallsmanninn áfanga í þróun nútímamanns af neanderdalsmanni. Hvorug þessi skoðun mun hugnanleg fræðimönnum nú á dögum. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.