Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 34
1. mynd. Alviðruhamrar í Alftaveri. Þar hefur sjór brotið framan af forsögulegu hrauni. Líklegt er að hraunið hafi runnið við lœgri sjávarstöðu en nú er. Ljósm. Jón Jónsson. og flæmast þar til og frá. Nýr jökulsandur varð til. Og enn verður það að „Eldflóðið steypist ofan hlíð“ og sagan endurtekur sig. Síðasti þáttur eldgosanna hófst fyrir rúmtim 200 árum í Skaftáreldum. Nú er Skaftá sem óðast að þétta það hraun og sýnir okkur sem nú lifum það sem gerst hefur í aldanna rás. Katla hefur verið drjúg við að leggja henni til efni, síðast 1918. ■ LANDBROT Nafnið er talið merkja vin eða vinjar, gróið land í auðn eða eyðimörk. Vel kann svo að hafa verið þegar ár og lækir kvísl- uðust um sandorpið hraun milli gróinna bakka. Ekki er vitað til að Landbrot sé nefnt í fornum ritum fyrr en í Njálu, en þar segir svo: „Flosi hafði mælt að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi ok flytja austr, svá ok í Landbroti ok Skógarhverfi“ (Brennu-Njáls saga, bls. 427). Af þessu virðist ljóst að höfundi Njálu hefur verið kunnugt um að byggð var í Landbroti á þeim tíma sem sagan gerist. Nú mun talið að Njálsbrenna hafi verið 1010 eða 1011. Sé það rétt er ekki ólíklegt að byggð hafi risið í Landbroti á sama tíma og á Síðu þótt ekki sé þess getið í Landnámu. Hvað sem því veldur er engin ástæða til að efast um að þá var þar gróið land. ■ aðrar heimildirum BYGGÐ Fyrstu öruggu heimildir sem þekktar eru um byggð í Landbroti er að finna í mál- dögum um kristbú á Uppsölum og í Dalbæ en þeir eru taldir vera frá 1150. Um Dalbæ segir: „crist bu þat er stendur j dalbæ í landbrote er gefit gudi ok helgum nicolao biskupi land alt: ok land er hraungerdi heitir med öllum gædum melteigar ij fyrir nedan steinsmyrar fljot: fjara liggur hia glena osi/tiu tigar ok tiu hundru er þangat þriðjungur“ (fsl. fornbréfasafn I, bls. 194- 200). Gjöf þessi er talin stofnuð 1070 eða fyrr og því aðeins 50-60 árum eftir Njálsbrennu. Frá sama tíma er máldagi um kristbrú á Uppsölum, einnig kenndur við Guðna hinn góða. Hann hefur því gefið kirkjunni báðar þessar jarðir ásamt „landi 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.