Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 38
4. mynd. Hólmadrangur, Hádegisdrangur, er í elsta hrauninu, Rauðölduhrauni. Hann var eyktamark frá Hólmaseli, en þann 22. júlí 1783 „afbrann sú vœna og nýbyggða Hólmskirkja “ í Skaftáreldum. Ljósm. Jón Jónsson. vestur af Fljótum, en nú er hann horfinn. Kann sá foss að hafa fallið fram af brún hraunsins. Þetta sama hraun kemur svo fram við Syðri-Steinsmýri og mun vera undir rústum Gamlabæjar þar nokkru aust- ar en er annars horfíð undir sand. Þetta sýnir að Steinsmýrarbær eða -bœir hafa fyrrum staðið austar en nú er en verið fluttir, væntanlega undan ágangi vatna og/eða sandfoks. Norðurmörk hraunsins eru ekki þekkt, ekki heldur vitað hvað langt það kann að ná inn undir byggð í Meðallandi og því síður hvað langt það nær til norðurs undir hraun það er Land- brotsbyggð stendur á. Bergið í þessu hrauni er, það séð verður bæði í handsýni og í smásjá, eins og í Skaftáreldahrauni. Þess vegna taldi ég verjandi að nefna það Skaftáreldahraun hið fyrsta, en einnig vegna þess að nú er ljóst að þrisvar sinnum hefur gosið á þeirri sömu gosrein eftir að land varð jökullaust þar efra (Jón Jónsson 1994). Um aldur hraunsins er það eitt nú hægt að segja að það er mjög gamalt, gæti vel verið meira en 8000 ára. Næsta hraun er það sem hér kemur aðallega við sögu og kennt hefur verið við Landbrot en einnig Eldgjá. Ofan af hálendinu hefur það komið um Skaftár- gljúfur og breiðst út yfir láglendið allt frá Kúðafljóti til Landbrotsvatna og því yfir verulega stærra svæði en Skaftáreldahraun. Sá hluti þess sem að Meðallandi snýr er yfirleitt mishæðalítill og endar víða í hárri, brattri brún, jafnvel með hömrum, eins og t.d. vestur af Botnum. Þar skerast inn í það djúp, hömrum girt vik. Undir þeim hömr- um má sums staðar sjá undirlag hraunsins, sem reynst hefur vera sandur, rauð- brenndur hið næsta hrauninu og án gróður- leifa. Auðsætt er að sandurinn er fram- burður straumvatna. Eitt þessara vika er vatni fyllt, Fljótsbotn, alldjúpt stöðuvatn. Sem stöðuvatn hefur það orðið til við það að Skaftáreldahraun lokaði vikinu að aust- an, en í því voru upptök Botnafljóts og því hefur nafnið haldist. Fleiri svona hamra- kvíar hafa verið inn í hraunið austar (5. mynd). Samkvæmt korti Sæmundar Hólm frá 1784 stóðu bæirnir Hólmar og Hólma- 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.