Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 42
■ HÁLSAR 8. mynd. Þversnið af Háahól hjá Kársstöðum. inn. Þar, við Grenlæk, í Ófærugili og við Tungufoss, má sjá nokkuð af innri bygg- ingu hraunsins. Þar er þétt, næstum svart berg, gjall, hraunkúlur og rauðamöl í furðulegum hrærigraut. Sums staðar rísa háir hólar upp úr lægðum og lautum og verður toppur hólsins oft hærri en landið báðum megin dalsins (sjá 8. mynd og 6. mynd). Hraunkúlur (Jón Jónsson 1990) eru hér með tvennu móti: Annars vegar stórar, jafnvel allt að 2 m í þvermál, og myndaðar þannig að hraun hefur vafist utan um grófa möl og stundum reglulega Iagskiptan sand, og hins vegar litlar kúlur, oft á stærð við tennisbolta og með kjarna, sem storknaður var áður en hann hóf ferð eftir sprengingu, fyrst gegnum bergkviku en síðan loftferð, vafði í henni um sig hjúp úr kvikunni og varð við það að reglulegri kúlu og féll til jarðar. Slíkar kúlur verða ekki greindar frá öðrum sem verða til í eldvarpinu sjálfu. Víða er hraunbrúnin firna brött eins og sjá má á yfirborði, en það hefur hvergi komið eins vel í ljós og við borun eftir neysluvatni fyrir byggðina að Kirkju- bæjarklaustri. Borhola var þá ákvörðuð í landi Hæðargarðs, rétt sunnan við Skaftá, á malarbornum sandi sem ég taldi að vera mundi ofan á hrauni. Þegar ég var nýkom- inn heim úr þessari ferð hringdi borstjór- inn, Jón Ögmundsson, til mín og sagði að þarna væri sandur niður úr. Eg bað hann þá að færa sig svo sem 8-10 m til suðurs. Þar var borað niður úr hrauninu á 22 m dýpi. Af þessu er ljóst að hraunbrúnin þarna er há og snarbrött. Örstutt sunnar er yfirborð hraunsins sennilega 5-8 m hærra en toppur holunnar. Hraunið er því býsna þykkt á þessum stað. Einkennandi fyrir norður- og austurhluta Landbrots eru hinir svonefndu hálsar. Þeir koma fyrir á sama svæði og hólarnir en ekki utan þess. Hálsarnir eru tangar sem teygja sig út frá meginhrauninu. Þeir eru úr þéttu bergi og gjall er vart í þeim að sjá. Það sem þó öðru fremur einkennir þá er að þeir eru rifnir að endilöngu og bergflykki hallast út frá sprungunni til beggja hliða. Nú er þessi sprunga víðast hvar jarðvegi fylltur og grasi gróinn dalur, sem við á unga aldri höfðum okkur til skemmtunar að ganga eftir. Einna mest dæmigerður fyrir þessa hálsa er Norðurháls norður af túninu í Hátúnum. Baðstofunef við Skaftá norður af Nýjabæ, en sem næst gegnt Kirkju- bæjarklaustri, er dæmigert fyrir það hvern- ig bergið hefur rifnað að hálsinum endi- löngum, en kröftugar skriðrákir einkenna bergfletina til beggja hliða (9. mynd). Auðséð er af þeim að bergið hefur verið heitt þegar þessar hreyfingar áttu sér stað. Það má ennfremur ráða af því að sums staðar er bergflöturinn rauður (oxaður). Eg hef áður haldið því fram að hálsarnir væru undanhlaup frá meginhrauninu og hef ekki getað fundið aðra skýringu betri. Það virðist því vera svo að á sama tíma og gervigígirnir voru að myndast eða höfðu myndast var enn fyrir hendi hraunkvika sem var nægilega heit og þunnfljótandi til þess að geta brotist út undan hraun- röndinni og streymt góðan spöl út frá meginhrauninu. Þekkt er dæmi um að eftir að gervigígir voru komnir gat hraunkvika úr sama gosi myndað tjarnir á milli þeirra. Lengst nær Heimsendasker, sem raunar er nyrsti hluti Ásgarðshálsa en norðan Skaft- ár sem skilið hefur það frá hálsunum. Hluti af þessu undanhlaupi er Stakháls sem myndar næstum rétt horn við aðal- undanhlaupið. Holuhraun hjá Ytri-Tungu er samskonar myndun og hálsarnir. Svo er röðin af hálsum, fyrir utan áðurnefndan Norðurháls, Víkurháls (Saurbæjarháls), 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.