Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 47
13. mynd. Ófœrugil. Hér hefur'ein af kvíslum Skaftár runnið öldum saman og grafið djúpt
gil langt inn í hraunið. Nafnið bendir til þess að á þessi hafi þótt ill yfirferðar. Ljósm. Jón
Jónsson.
Steinsmýrarfljót. Svo virðist sem öll þessi
vatnsföll hafi fyrir eld runnið ofan á hraun-
inu. Skaftá sjálf rann austur með Síðu-
fjöllum, en þó nokkuð úti á hrauninu, því
milli hennar og fjalls reis hin fyrsta byggð
þegar þar var komið sögu. Meginfarvegur-
inn var á hrauninu norðan við Skálarstapa
og stefndi þaðan rétt sunnan við Dalbæjar-
stapa en þaðan austur og suður Landbrot
og út af hrauninu skammt vestur af Segl-
búðum, í Tröllshyl. Á þeirri leið hafði hún
náð að skiptast í fjölda smákvísla og
mynda leirur hér og þar um hraunið, en nú
eru það mest grónar sléttur. Eitt dæmi um
slíkt er Mjóaleira í landi Hátúna, og helst
þar nafnið enn. Ofan við Tröllshyl er
farvegurinn 120 m breiður rétt áður en hið
forna jökulfljót steyptist fram af brúninni
með gný og iðuköstum og gróf sér þá
„fimbulgröf1 sem Tröllshylur heitir (12.
mynd) og enn má skoða en hann og um-
hverfi hans er einn sérkennilegasti staður-
inn í Landbroti. Nú ríkir kyrrð í dalnum
litla sem áin mikla skóp því fossinn er
dauður. Uppi við rönd Eldhrauns skammt
austan Dalbæjarstapa hverfur stór farvegur
inn undir það, hinn forni farvegur Skaftár.
Lítið eitt austar greindist farvegurinn,
enda heitir það svæði, á korti Sæmundar
Hólm, Skaftáreyrar. Ármannskvísl er nú
lítill lækur í stórum farvegi sem kemur í
Skaftá gegnt Systrastapa. Auðsætt er að
þar hefur áður mikið vatn runnið, fossbrún
og leifar af hyl má þar enn sjá og í
Kvíslarbotnum er Kvíslardrangur, klettur
sem vatn hefur sópað öllu lauslegu frá og
stendur nú einn í þurrum farvegi. Þegar
nokkru austar kemur hafa farvegir að
mestu horfið í foksand en vel mótar þar
fyrir fornum leirum austur að Tungulæk.
Hann kemur að hluta til undan Eldhrauni
en að hluta út úr gjallhólum austan undir
því. Svo rennur hann á hrauni, skiptist um
stóran hólma, sem Þórarinshólmi heitir, en
fellur loks í Tungufossi niður í allmikið gil
og svo í Skaftá við Stakháls. Skammt fyrir
neðan fossinn er Árnavað á læknum. Lítið
eitt norðar kemur Krummagil t.v., en það
er gamall farvegur. Skammt þar suður af
og vestan við Fosshól er dálítil slétta, en sé
gengið nokkuð harkalega um hana tekur
ur.dir á sérkennilegan hátt. Þar mun hellir,
og varla mjög lítill, vera undir. Um Ófæru-
gil milli Kársstaða og Hátúna (13. mynd)
45