Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 51
Dýpi 15. mynd. Þversniðin sýna dýpt Hæðargarðsvatns. Stikilsvatn, er örgrunnt og á hraunbotni. Það verður til úr lindum við suðurenda þess. Nyrðra vatnið, Norðurvatn, er um 3 m lægra. Foss er í læknum milli vatna og var þar eitt sinn heimilisrafstöð fyrir Ytri- Tungu. Neðar í læknum er ævafom fyrirhleðsla. Sá staður nefnist Hafsald. Ekki kann ég skýringu á því nafni. I Norðurvatni er hólmi sem vaxinn var víði og hvönn snemma á þessari öld. Hólminn var álagablettur sem ekki mátti hreyfa við og því síður slá. Út af þessu breytti bóndi einn í Ytri-Tungu og sló hólmann. Daginn eftir lá besta kýrin hans dauð. Ekki lét bóndi það á sig fá og sló hólmann öðru sinni. Eftir þann slátt sálaðist besti hestur bónda. Þótti nú bónda nóg um, fór til og sló hólmann svo eftir varð nánast flag. Skeði þá ekkert, álögin voru brotin. Var ekki trúin á álagabletti fyrsta tilraunin til náttúruverndar? Hæðarlækur er afrennsli beggja Tunguvatna og Kálks sem raunar er forn farvegur. Nú hefur hann verið sam- einaður Tungulæk og falla báðir í Skaftá um þröngt sund milli Ásgarðshálsa og Stakháls. Hjá Ásgarði eru tjarnir tvær, Stöðlatjörn og Skjaldartjörn. Sú fyrri er afrennslislaus en hin hefur afrennsli til Skaftár. Á henni var að jafnaði mikið fuglalíf. Ásgarðslækur er nú svipur hjá sjón móti því er var snemma á þessari öld og vart fjórðungur af því er þá var. Hann er nú stíflaður upp vegna vatnsveitu, eji lón var þar ekki áður. Sama gildir urn aðra læki í Landbroti. Syngjandi er talsvert stórt vatn austan við Kársstaði og í lögun sem T. Snemma vors héldu álftir sig mikið á honum enda höfðu þær þar gnægð ætis og urðu mjög þaulsætnar. Minnist ég þess að eitt sinn áttum við bræður tveir fullt í fangi með að fá þær til að hefja sig til flugs þegar tveir skotglaðir menn, gráir fyrir járnum, nálguðust, en upp fóru þær og allur hvíti loftflotinn sveif í lágflugi yfir gestina sem svo var sýnd veiðin en ekki gefin. Næststærsta stöðuvatnið í Landbroti er Víkurflóð. Það er norðantil á mýrarsvæði, Víkurmýri, en hraunálmur lykja um það eins og töng nema milli hálsa tveggja, Lambahraunsháls að vestan og Víkurháls (Saurbæjarháls) að austan. Um það sund er afrennsli Flóðsins til norðurs. Gegnum mýrina er farvegur, grasi gróinn og nefnist nú Kelda, en eftir henni miðri eru landamörk Efri- og Syðri-Víkur. Ljóst er að þar hefur fyrrum verið allstór lækur og miðja straums skipt löndum. Þykkur jarðvegur er í Víkurmýri og sýni sem þar náðist við tilraunaborun bendir til að þar hafi fyrrum verið þurrlendi. Þegar Skaftá tók að renna meðfram Landbroti að austan hlóð hún þar upp sandi sem lokaði fyrir rennsli lækjanna sem undan hrauninu komu, þar með þann sem nú heitir Kelda. Þannig varð Víkur- flóð til. Hvort mun það ekki einmitt þess vegna hcita flóðl Víst er að jarðvegur nær langt út í Víkurflóð, a.m.k. að vestan. Sennilega mætti finna hinn forna farveg með nákvæmri dýptarmælingu þvert yfir. Austan við Fagurhlíð er Fagurhlíðarflóð með afrennsli til Landbrotsvatna um Görn. Hjá Hraunkoti eru tvær tjarnir, sú vestari innan hrauns, hin utan, en neðanjarðar- samband á milli. Fuglaflóð var fyrrum mjög gróðurrrkt og fuglalíf þar mikið. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.