Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 56
hár, eða meir en helmingi hærri en langvía og stuttnefja sem eru stærstu núlifandi tegundir svartfugla (1. mynd). Fuglinn var um 5 kg að þyngd og er það um fimmföld þyngd langvíu eða stuttnefju. Geirfuglinn var ófleygur því vængirnir voru aðeins stuttir stubbar sem nýttust þó ágætlega við að kafa eftir æti. Hann varð því að verpa þar sem hann gat gengið á land. Hann virðist hafa orpið í lok maí, eða á svipuðum tíma og aðrir svartfuglar. Eggið var aðeins eitt og útungunartíminn hefur verið áætlaður um 40 dagar. Ungar álku, langvíu og stuttnefju hverfa úr björg- unum um þriggja vikna gamlir og hafa þá ekki náð nema um fjórðungi af stærð fullvaxins fugls. Geirfuglsunginn er talinn hafa verið enn skemur á varpstað eftir að hann kom úr eggi, eða einungis 9 daga, og hefur því verið enn óþroskaðri en aðrir svartfuglsungar þegar hann hélt á haf út. Það var þroskavænlegra að unginn leitaði út á fiskimiðin en að foreldrarnir þyrftu að halda áfram að bera æti til hans. Það litla sem vitað er um fæðu geirfugls bendir til þess að hún hafi verið svipuð og núlifandi svartfugla, þ.e. fiskar af ýmsu tagi, en einnig stærri hryggleysingjar eins og smokkfiskur. Talið er að þeir hafi veitt mun stærri fiska en núlifandi svartfuglar og er það líklegt miðað við stærð fuglanna. Bengtson getur þess að geirfuglar hafi sennilega ekki orðið kynþroska fyrr en 4—7 ára gamlir en getað lifað í allt að 20-25 ár. Þetta er vísast lágmark því nú er vitað að aðrir svartfuglar geta orðið 30-40 ára gamlir. Þótt heimildir skorti má telja víst að geirfuglar hafi horfið frá landinu þegar unginn fór úr varpstað, að því er talið er upp úr miðjum júlí. Ein elsta heimild sem til er um lifnaðarhætti geirfugls eftir Mar- tin (1698) segir geirfugl hafa horfið frá eynni St. Kilda við Skotland um miðjan júní og ekki sést fyrr en í maíbyrjun næsta vor. Þetta hefur líklega gerst eitthvað seinna hér við land, eins og algengt er hjá mörgum núlifandi fuglategundum sem eru í báðum löndum. En hvar héldu íslenskir geirfuglar sig þá u.þ.b. 10 mánuði á ári? Það eru getgátur einar, en Brown (1985) hefur haldið fram að þeir hafi einkum leitað til Suðvestur-Grænlands og einnig í áttina til Bretlandseyja. ■ NYTjAR Helstu nytjar Islendinga af geirfuglinum voru egg og kjöt. Hann var talinn góður matfugl líkt og nánustu ættingjar hans, lundi, langvía og fleiri svartfuglar. Bringuvöðvarnir voru stórir og kjötmiklir og hver fugl gaf af sér um IVi kg af kjöti eða ámóta og tíu lundar. I íslensku handriti frá 18. öld segir að Vi pund af mör hafi fengist af geirfugli (Guðni Sigurðsson um 1770). Dágott fitulag hefur því verið innan á hamnum og í kviðarholi. Heimildir eru næsta fáorðar um hvernig íslendingar nýttu sér geirfuglinn á aðra vegu en til átu. Ætla má að lýsið hafi verið notað til eldunar og ljósa eða sem bræðingur. Lúð- vík Kristjánsson (1984) segir fiðrið hafa verið ónýtt vegna hörku nema hálsfiðrið. Eftir að geirfugl var orðinn eftirsóttur gátu Islendingar selt hami til safnara og haft tekjur af því að fara með fræðimenn eða safnara út að Fuglaskerjum. ■ ÚTBREIÐSLA OG HNIGNUN Það er algengur misskilningur að geir- fuglinn hafi verið hánorrænn (arktískur) fugl enda hefur hann stundum verið teikn- aður sitjandi á hafís. Ástæðan er eflaust sú talið var að geirfugl væri sú fuglategund á norðurhveli jarðar sem samsvaraði mör- gæsum á suðurhvelinu. Sannleikurinn er sá að geirfugl var fugl kaldtempraða beltisins. Hann virðist hvergi hafa orpið eins norðarlega og einmitt hér við land. Geirfuglinn var fyrrum útbreiddur beggja vegna Atlantshafs. Síðustu ár- þúsund var hann að finna á svæðinu frá Bretlandseyjum og Norðurlöndum í austri, um Færeyjar og Island til Nýfundnalands í vestri. Beinaleifar sýna að enn fyrr var 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.