Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 69
Um mó, STEINEFNI OG SÝRUSTIG MÝRA GRÉTAR GUÐBERGSSON OG ÞORLEIFUR EINARSSON Rannsóknir á íslenskum mómýr- um eru talsverðar og verður getið þeirra helstu. Fyrsta rann- sóknin var gerð af Asgeiri Torfasyni efnaverkfræðingi, sem ráðinn var til verksins af Búnaðarfélagi Islands skömmu eftir síðustu aldamót. Síðar urðu allmargir til að rannsaka mó og mómýrar. Eitt viðamesta verkið í rannsóknum á mó var unnið af Óskari B. Bjarnasyni efna- verkfræðingi á vegum Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans á árunum frá 1957 og lauk með útgáfu rits um íslenskan mó árið 1966. Rannsóknir þessar beindust fyrst og fremst að notagildi mós sem elds- neytis og eins að þykkt, stærð og umfangi nokkurra mómýra til þess að meta mó- magnið í þeim. Grétar Guðbergsson (f. 1934) lauk B.S.-prófi í jarð- fræði frá Háskóla íslands 1974. Hann hefur starfað við jarðfræðirannsóknir hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins frá 1974. Grétar stundaði kennslustörf um árabil, m.a. við Menntaskólann í Reykjavík, Kennara- skóla Islands og Háskóla Islands. Þorleifur Einarsson (f. 1931) lauk fyrrihlutaprófi í jarðfræði l'rá Háskólanum í Erlangen í Þýskalandi 1956 og diplom- og doktorsprófi frá Háskólanum í Köln 1960. Hann var sérfræðingur hjá Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans 1961-1968 og hjá Raun- vísindastofnun Háskólans 1969-1974. Þorleifur hefur verið prófessor í jarðfræði við Háskóla íslands frá 1974. Hann var formaður Hins íslenska náttúru- fræðifélags 1966-1971 og formaður Landverndar 1979-1980. Þorleifur er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Rannsóknir á ræktunareiginleikum mýra til búskapamota fóru fram á vegum Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans og voru aðallega gerðar á árunum 1954- 1960. Að þeim rannsóknum unnu einkutn Björn Jóhannesson og Kristín Kristjáns- dóttir. Það helsta úr þeim rannsóknum er birt í riti Búnaðardeildar Atvinnudeildar 1956: „Nokkrir eiginleikar mýra á Suður- og Norðurlandi“ eftir þau Björn og Kristínu og einnig í riti Björns: „íslenskur jarðvegur“ frá árinu 1960. Þá hafa Þor- leifur Einarsson (1961) og Margrét Halls- dóttir (1987) rannsakað frjókorn í mýrurn til þess að kanna gróðurfarssögu landsins á tímabilinu eftir síðustu ísöld. ■ myndun mós Mór er samsafn lítt rotnaðra jurtaleifa sem falla í mýrarnar á hverju hausti og mynda með tímanum misþykk mólög. Besti mór- inn er í neðstu mýrarlögunum enda elstur og mest ummyndaður. Sú ummyndun er vegna starfs loftfælinna gerla, sem þrífast vel í vatnsósa mýrunum. Myndun mós í mýrum er hæg. Talið er að eins metra lag af mó myndist á eitt til þrjú þúsund árum. Við myndun mósins verður efnasamsetn- ing hans önnur en gróðursins sem hann er myndaður af. Þessar breytingar eru margs konar, taka langan tíma og verða einkum fyrir starfsemi loftfælnu gerlanna sem Náttúruf'ræðingurinn 65 (1-2), bls. 67-71, 1995. 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.