Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 78
komist upp á lag með að hita sýnið með leysigeisla og er svo komið að hægt er að aldursgreina einstaka kristalla. Þar sem einungis einn kristall hitnar, en ekki allt sýnahólfið umhverfis, er gasið hreinna og því mögulegt að mæla þau fáu 40Ar-atóm sem myndast hafa með mun minni óvissu en áður. Einungis ef margir einstakir krist- allar úr sama lagi gefa sama aldur er hon- um trúað. En góð mæliaðferð er ekki nóg. Það verða að vera til sýni sem upphaflega höfðu sem mest af kalíum og ekki hafa tapað neinu argoni frá því að jarðlagið myndaðist. Sanidínkristallar úr Oskulögum Steingervingarnir sjálfir eru ónothæfir til aldursgreiningar og því algjört lykilatriði að finna jarðlög sem hægt er að aldurs- greina og hafa ótvíræða afstöðu til stein- gervinganna. Nú vill svo til að Austur- Afríka er eldgosasvæði og frá þessum tíma er talsvert af öskulögum. Og rétt undir jarðlaginu þar sem Lucy fannst er öskulag. Það hefur því fallið skömmu fyrir daga Lucyar. Öskulagið kallast KHT, eða Kada Hadar Tuff, og má rekja það víða um nágrennið. Víðast hefur þetta lag veðrast illa en þó- tókst að finna stað þar sem nægilegt magn var af ferskum sanidín- kristöllum í laginu - en það er einmitt kalíumríkur feldspat. Með því að greina 27 einstaka slíka kristalla fékkst mjög góð aldurssetning og reyndist Lucy vera um 3,18 miljón ára (± 0,01 miljón). NíU HUNDRUÐ ÞÚSUND ÁRA FERILL Fleiri öskulög hafa fundist sem unnt er að aldursgreina þannig að nú er vitað að Lucy og nánustu ættingjar hennar, sem saman hafa fengið tegundarnafnið Australo- pithecus afarensis, voru við lýði í að minnsta kosti níu hundruð þúsund ár eða frá því fyrir 3,9 miljón árum þar til fyrir 3,0 miljón árum. Þeir eru þó ekki elstir suðurapanna sem fyrr sagði heldur er hinn nýfundni Australopithecus ramidus 4,4 miljón ára en hann var einmitt aldurssettur á sama hátt, með samspili öskulaga og aldursákvörðun margra einstakra sanidín- kistalla. Er nú fremur en áður gælt við þá hugmynd að grein mannsins, eða Homo, sé frá suðuröpum komin. Önnur afbrigði af suðuröpum, eins og Taung-barnið, voru svo uppi seinna og þau yngstu sennilega samtímis elstu //omo-afbrigðunum. FYRSTU LANDKÖNNUÐIRNIR Aldurssetning á elstu mannaminjum með þessari nýju nákvæmni breytir fleiru í þekkingu okkar á forfeðrunum. Enn hafa ekki fundist nein merki um suðurapa annars staðar en í Afrfku en þeir fyrstu af ættkvíslinni Homo, eða reismaðurinn Homo erectus, voru meiri ferðamenn og hafa leifar þeirra fundist í Indónesíu (java- maðurinn) auk Afrrku. Elstu menjar um reismann hafa löngum verið taldar í Afríku og eru menn nú nokkuð sammála um að þeir séu um 1,8 miljón ára en java- maðurinn hefur hingað til verið talinn mun yngri. En Java er líka eldfjallaland og nú hefur tekist að finna öskulög við þessa steingervinga og reynast þau með 39Ar/ 40Ar-aðferð vera af svipuðum aldri og reis- menn í Afríku. Sýni hafa verið mæld frá tveimur stöðum og gaf annað 1,8 en hitt 1,6 miljón ár. Eftirtektarvert er að á meðan reismaður í Afríku virðist hafa ráðið yfir steináhöldum þá hafa engin áhöld fundist á Jövu. Tólin virðast annaðhvort hafa tapast á ferðalaginu eða einstaklingar úr ættkvíslinni Homo lagt land undir fót mun fyrr en áður var talið og forfeður þeirra á Jövu lagt af stað áður en byrjað var að gera verkfæri. Hin endurbætta tækni við aldurs- ákvarðanir á þessu mikilvæga tímabili mun væntanlega bæta mjög alla umræðu um það hver var uppi hvenær og samtímis hverjum og þar sem uppgröftur er nú hafinn á ný í Austur-Afríku verður varla langt að bíða nýrra frétta. PÓSTFANG HÖFUNDAR Karl Grönvold Norrænu eldfjallastöðinni Jarðfræðahúsi við Hringbraut IS-101 REYKJAVÍK Netfang: karl@norvol.hi.is 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.