Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 99

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 99
10,0 15,0 20,0 25,0 Hóll, karrar/ferkm - cocks/sq km 30,0 35,0 13. mynd. Fylgni þéttleika rjúpna á talningasvœðum í Hofstaðaheiði í Mývatnssveit og við Hól á Tjörnesi 1981 til 1994 (Ólafur K. Nielsen 1995). Hofstaðaheiði er hrísheiði og lyngmóar eru við Hól. - Density ofRock Ptarmigan cocks on the census plot Hofstaðaheiði in relation to the density on the census plot Hóll for the period 1981-1994 (Ólafur K. Nielsen 1995). Hofstaða- heiði is a Betula nana heath but Hóll is a heather heath. þáttur sem mestu ræður um varpþéttleika mófugla. Þétt- leikinn er meiri á svæðum þar sem nóg er að éta en þar sem minna er að bíta og brenna. Rjúpan er jurtaæta en ungarnir éta þó liðdýr í bland við jurta- fæðu fyrstu vikurnar. Arnþór Garðarsson og Robert Moss (1970) könnuðu fæðu íslensku rjúpunnar. Gögnum þeirra um vor- og sumarfæðu var safnað mestmegnis í Suður-Þingeyjar- sýslu, á sömu slóðum og ég vann mínar athuganir. Þýð- ingarmestu liðirnir í vorfæðu karranna voru krækiber frá sumrinu á undan, brum fjall- drapa og holtasóleyjar. Kven- fuglarnir átu sömu fæðu auk þess sem þeir tóku hlutfallslega meira af sumargrænum jurtum, mest klóelftingu. Ásókn kven- fuglanna í sumargrænar jurtir í upphafi varptfmans var skýrð með því að þetta væri næringarrík og auðmelt fæða sem skipti miklu máli fyrir kvenfuglana meðan þeir væru að þroska egg og skipta yfir í sumarfiður. Minni gögn eru til um hvað rjúpurnar éta meðan á álegu stendur í júní; þýðingarmesta fæðan í þremur fuglum var blóm bláberjalyngsins. Á ungatíma í júlí voru kornsúrulaukar aðal- fæða unga og fullorðinna fugla en ungarnir átu líka mikið af liðdýrum. í fljótu bragði virðist ekki vera neinn sá munur á magni helstu fæðutegunda rjúp- unnar milli talningastöðva sem skýrir mun á þéttleika rjúpna. Jurtir eins og fjalldrapi og krækilyng, sem eru þýðingarmikil vor- fæða, hafa meiri þekju í hópum C og D þar sem þéttleiki rjúpna er lítill en í hópum A og B þar sem þéttleikinn er mikill (4. tafla, 10. mynd). Sama er að segja um kornsúru; það er ekki áberandi meira af þessari eftir- sóttu fæðu á bestu rjúpnasvæðunum (11. mynd). Bergerud (1987) hefur haldið því fram að fæðuframboð hafi ekkert með varpþéttleika rjúpna og annarra orrafugla (Tetraonidae) að gera. Hann segir að orra- fuglar búi við ofgnótt fæðu og það sem skipti máli sé dreifingarmynstur fuglanna. Þau búsvæði sem bjóða upp á góð skilyrði fyrir kvenfugla lil að leynast fyrir rándýr- um, bæði meðan þeir liggja á eggjum og þegar þeir eru með unga, eru eftirsótt og á slíkum svæðum er þéttleikinn mikill. Sem sagt, lítil afföll á eggjum og ungum leiða til þess að hlutfallslega fleiri ungar komast upp samanborið við svæði þar sem afrán er mikið. Þetta leiðir til þess að hlutfallslega fleiri ungar koma til baka á „góðu“ svæðin að vori. Fljótt á litið virðast þessar hug- myndir ekki mjög sennilegar, að minnsta kosti ekki hvað rjúpuna varðar, en tökum tvö dæmi. Góð hulning fyrir kvenfugl með egg eða unga er væntanlega einhverskonar fall af hæð gróðurs, því auðveldara er að leynast í háum gróðri en á berangri. Sam- kvæmt hugmyndum Bergeruds ætti þétt- leiki rjúpunnar að vera mestur í þeim heið- um þar sem gróður er hæstur og vöxtu- legastur. Þessu var reyndar öfugt farið á athuganasvæðinu; hæsti og vöxtulegasti gróðurinn óx á hrísheiðunum en snögg- lendustu móarnir og jafnframt þeir sem 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.