Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 110
1. mynd. Pattersonflugvöllur sunnan við Njarðvík.
Skeljarnar er að finna við N-S flugbrautina þar sem
laust efni hefur verið numið burt (skyggða svœðið).
Lausar blokkir úr skeljasetinu (krossar) finnast vestan
girðingarinnar. Skeljar úr þeim voru aldursgreindar. -
Location map of the shell-bearing sediment (shaded
area). The dated sample was collected from blocks
ripped from the substratum (crosses).
upp á pallborðið hjá jarðfræðingum.
Veldur þar mestu að meginefni hennar er
fráleitur hugarburður um miklar sveiflur á
sjávarstöðu. Ymsu hefur hann þó tekið
eftir og víða farið um. Greinilegt er af
korti sem fylgir ritgerðinni að hann hefur
kannað hraunlausa svæðið norðvestast á
skaganum rækilega.
Hin ritgerðin er eftir bandarískan verk-
fræðing, H. Munger (1954). Hann dvaldi
hér í a.m.k. hálft annað ár á vegum varnar-
liðsins við rannsóknir á byggingarefni til
framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og
kom þá auga á ýmis jarðfræðileg atriði.
Hélt hann um þær athuganir sínar erindi
þann 4. janúar 1954 í Hinu
íslenska náttúrufræðifélagi.
Nokkrir kaflar úr erindi hans
voru þýddir og birtust í Lesbók
Morgunblaðsins mánuði síðar.
Þar heitir kaflinn „sandsteins-
lag með sjávarminjum" og
fjallar um það sama hlýskeiðs-
sjávarset sem Kuthan merkir á
kort sitt suður af Njarðvík. I
grein Mungers er sagt frá
skeljum í fínkornóttum sand-
steini í um 20 m hæð y.s. Virt-
ist honum sandsteinninn vera
grunnsjávarmyndun og taldi
aldurinn vera frá lokum jökul-
tíma eða yngri.
■ SETLÖG í
NJARÐVÍKURHEIÐI
Setlögin í Njarðvíkurheiði (1.
mynd) eru að stórum hluta
komin undir forvera Kefla-
víkurflugvallar, svonefndan
Pattersonflugvöll (heitinn eftir
bandarískum hershöfðingja
sem fórst í flugslysi á Fagra-
dalsfjalli), enda hefur þarna
verið kjörið flugvallarstæði á
sléttum mel. Mestallt svæðið
sem setlögin finnast á er innan
girðingar hjá varnarliðinu. Hún
liggur að vísu niðri á kafla en
þó mun ráðlegt að fá leyfi til að skoða sig
þar um. Austur af N-S flugbrautinni hefur
verið og er enn mikið efnisnám, þannig að
mestöllu lausu efni hefur verið flett ofan af
nokkrum hekturum lands. Botninn í
þessum efnisnámum er úr hörðnuðu, fín-
söndugu og siltkenndu seti. Setið er
nokkuð lagskipt og efsti hlutinn sand-
steinskenndur. í því sést hér og þar urmull
skelja og skeljaför (2. mynd). Milli flug-
brautarinnar og Hafnavegarins, rétt utan
girðingar, eru lausar blokkir úr þessu
harðnaða skeljaseti sem rippaðar hafa
verið upp úr undirlaginu. Nær veginum
kemur grágrýti upp úr, en á því hvílir
108