Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 29
2. mynd. Gufuþrýstingur vatns í börum sem fall af hita. Loftþrýstingur á íslandi er oftast ekki mjög fjarri 1000 millíbörum (1 bar) eins og allir vita sem hotfa á veðurkortin í sjónvarpinu. Ef gujuþrýstingurinn er margfaldaður með 100 fæst rakaprósenta loftsins. eðlisþyngdin vex með lækkandi hita. Áhrif rakastigs og hitabreytinga viðhalda hring- rás í neðstu lögum iofthjúpsins. Niðri við jörð tekur loftið í sig raka, stígur og kólnar. Þá þéttist rakinn, a.m.k. að hluta og myndar ský. Þétting verður líka við lárétta færslu loftmassa frá hlýrri stöðum til kaldari. Yfir- leitt eru skýin úr ískristöllum, ekki regn- dropum. Þegar ískristallarnir taka að falla bráðna þeir á leið sinni ef hitastig í neðri loft- lögum er nógu hátt. ER ÚRKOMA HREINT VATN? Frá sjónum berst ekki aðeins vatnsgufa upp í andrúmsloftið, heldur einnig örsmáir dropar af sjó, dropar sem vindur rífur af ölduföldum (3. mynd). Mest er af þessum dropum við sjóinn, en magn þeirra minnkar með hæð og fjarlægð frá ströndinni. Ef and- rúmsloftið er ekki rakamettað gufa sjávar- droparnir upp og þá svífa steinefnin (saltið) frá sjónum í loftinu (svifagnir). Þegar snjóar og rignir sópa snjókornin og regndroparnir svifögnunum og sjávardropunum með sér til jarðar. Auk þess tekur úrkoman með sér ryk sem berst upp í andrúmsloftið, t.d. vegna jarðvegsrofs eða frá iðnaði. Af öllu þessu leiðir að úrkoma er ekki hreint vatn, heldur inniheldur hún ýmis uppleyst efni. Oft er um það talað að loftið hreinsist við rigningu, enda rétt. Urkoman þvær ryk, aðrar svifagnir og sjávardropa úr loftinu. 3. mynd. Móða í lofti sem stafar af svifögnum og sjávarúða. Sjávarúðinn myndast við það að vindur rífur örsmáa dropa af ölduföldum og þyrlar þeim upp í loftið. Ef loftið er þurrt gufa droparnir upp, en eftir verður saltið úr sjónum og myndar það svifagnir. Svif- agnir geta einnig borist upp í loftið við uppblástur og frá ýmiskonar verksmiðjuiðnaði. Myndin erfrá Reynisdröngum. Ljósm. Björn Rúriksson. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.