Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 45
Kúfskel VIÐ ÍSLAND GUÐRÚN G. ÞÓRARINSDÓTTIR OG SÓLMUNDUR TR EINARSSON Kúfskel og ýmsar aðrar samlokur eru verðmœt neysluvara víðsvegar um heim vegna mikils eggjahvítuinnihalds og bragðgœða. Frá því um síðustu alda- mót hefur kúfskel verið veidd allvíða hér við land, aðallega til beitu. Þessar veiðar náðu hámarki á árunum 1920- 1945, en féllu nœr alveg niður eftir það. Árið 1995 hófust veiðar á kúfskel á ný, nú til útflutnings. úfskel hefur verið veidd við austurströnd Bandaríkjanna frá árinu 1944. Veiðarnar jukust lil _________ muna árið 1976 og hafa haldist nokkuð stöðugar síðan. Arið 1993 var heildaraflinn rúmlega 197 þús. tonn. Afli á sóknareiningu hefur þó farið minnkandi undanfarin ár. Kanadamenn hafa einnig veitt lítið eitt af kúfskel og var afli þeirra 9 þús. tonn árið 1993 (FAO 1995). Með minnkandi veiðum úr náttúrulegum stofn- um kúfskelja og annarra skyldra tegunda erlendis, og þar með aukinni eftirspurn, Guðrún G. Þórarinsdóttir (f. 1952) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1981, cand. scient.-prófi ( sjávarvistfræði frá Háskólanum í Arósum í Danmörku 1987 og doktorsprófi frá sama skóla 1993. Guðrún starfar hjá Hafrannsóknastofnuninni. Sólmundur Tr. Einarsson (f. 1941) lauk cand real prófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Bergen í Noregi 1972 og hefur starfað við botndýrarannsóknir hjá Hafrann- sóknastolnuninni síðan. hefur vaknað áhugi í íslensku þjóðfélagi fyrir nýtingu kúfskeljar. Árið 1994 fóru fram rannsóknir á vegum Hafrannsókna- stofnunarinnar á kúfskeljastofninum við Norðvestur-, Norður- og Austurland. Niðurstöðurnar benda til þess að hér sé um stóran stoln að ræða, sem með skyn- samlegri nýtingu gæti skilað þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum. ■ LÍFSHÆTTIR KÚFSICELJAR Kúfskel Arctica islandica (1. mynd) er eina núlifandi tegund ættarinnar Arctic- idae. Hún finnst nánast allt í kringum ísland og lifir á 0-100 metra dýpi í sendnum leirbotni, sandbotni eða skelja- sandbotni. Kúfskel finnst á landgrunninu beggja vegna Norður-Atlantshafs og er út- breiðslan frá Nýfundnalandi alll suður undir N-Karólínu við Ameríku en í Evrópu er hún algeng við Færeyjar, Hjaltland og Stóra-Bretland og með strönd meginlands- ins allt frá Hvítahafi suður til Spánar. Skelin sem Iiggur niðurgrafin í sjávar- botninn, oft á 10-15 cm dýpi, er stað- bundin en gelur fært sig upp og niður í botnlaginu með hjálp fótarins (2. mynd). Kúfskelin síar fæðuna úr sjónum með hjálp tálknanna. Fæðan samanstendur af örsmáum ögnum eins og plöntusvifi, dýra- svifi, bakteríum og lífrænum leifum planlna og dýra. Kúfskel er sérlega langlíf og hægvaxta dýrategund. Dýrin geta orðið Náttúrufræðingurinn 66 (2), bls. 91-100, 1997. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.