Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 9
6. mynd. Horft til Etnu frá Kataníu. Tindurinn sem er um 3300 m hár er í um 30 km fjarlœgð frá borginni. Mesta þvermál fjallsins er um 45 km. (Ljósm. J.E. Guest, eftir Chester o.fl. 1985). 700 m hæð. Mikill hraunstraumur rann frá Rauðufjöllum alla leið til sjávar og fór hann yfir allstóran hluta borgarinnar Kataníu. Áætlað hefur verið að alls hafi þá komið um 1000 milljón m3 af hrauni (1 km3), sem er ámóta magn og upp kom í Heklugosinu 1947. I þessu gosi reyndu íbúar Kataníu, íklæddir blautum skinnum, að breyta farvegi hraunsins. Ekki verður annað séð en þeir hljóti að hafa náð nokkrum árangri, því íbúar næsta bæjar, Paternó, sáu að aðgerðirnar leiddu til þess þeirra eigin bær varð í hættu og réðust því á Kataníubúa með þeim afleiðingum að þeint gafst ekki frekara ráðrúm til varnar- aðgerða og tókst ekki að bjarga Kataníu frá hrauninu. Sjást þess merki enn í dag og eru miklar hraunklappir í miðbænum í Kataníu. Eldvirknin hefur löngum haft mikil áhrif á líf fólksins sem býr í Etnuhlíðum. í ^llmiklu gosi sem varð 1983 var í fyrsta s*nn á þessum slóðum gerð tilraun til að stýra rennsli hraunár nteð nútímatækni. Áhöld eru um hvort þær aðgerðir hafi borið árangur. ■ ELDGOSIÐ 1991-1993 Eftir nokkur smágos á tímabilinu frá sept- ember 1989 til febrúar 1990 varð hlé á gos- um í Etnuhlíðum í 21 mánuð. Þá fór að mælast landris á Etnu og í kjölfarið á stuttri jarðskjálftahrinu braust út eldgos um tvöleytið aðfaranótt 14. desember 1991. Tvær gossprungur, alls urn 2 km að lengd, opnuðust til suðausturs frá botni Suðausturgígsins í um 3000 m hæð. Önnur sprungan hafði norðlæga stefnu og gaus eingöngu ösku og gjalli. Gosið á þessari sprungu stóð aðeins í fáar klukkustundir. Hin sprungan hafði suðsuðvestlæga stefnu og hraun náði að renna 600-800 m frá efri hluta hennar. Því gosi lauk eftir hádegi sama dag, en órói f jörðu hélt áfram. Sam- fara skjálftavirkni rifnaði sprungan áfram til suðausturs niður að Uxadal (sbr. 10. mynd) og aðfaranótt 15. desember hófst eldgos að nýju á dalbrúninni í um 2200 m hæð. Þar myndaðist gígaröð í allmiklu ösku- og hraungosi. Mikið hraun flæddi niður í dalinn og var rennslið talið um 30 m3/sek (meðalrennsli Elliðaánna er um 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.