Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 40
16 & 8 B v3 | 6 4- #P. O o ■o°- 60 ’-r^- 80 Hiti °C OO 1 I ' ' ' I ' ' ' I ' 100 120 140 160 9. mynd. Styrkur bórs (óhvarfgjarnt efni) og kalsíums (hvarfgjarnt efni) í köldu vatni og jarðhitavatni í Hreppum og á Landi á Suðurlandi. A myndinni sést að styrkur bórs vex með hita, enda hefur vatnið náð að leysa upp því meira berg sem það er heitara. Styrkur kalsíums er hins vegar lægri í heita vatninu en í köldu vatni. Ummyndunarsteindir sem myndast við útfellingu úr vatninu taka til sín kalsíum og því meira sem hitinn er hœrri. kristöllum saman em rafkraftar milli jóna með gagnstæðar hleðslur. Langflestar steindir eru kristöiluð efni. Þegar steind er sett í vatn, togast raf- kraftar milli jóna í steindinni á við rafkrafta milli vatnssameindanna og sömu jóna, en vatnssameindin er skautuð, þ.e. ber jákvæða hleðslu í annan endann en neikvæða í hinn. Fyrrnefndu rafkraftarnir leitast við að halda kristalgrindinni saman og vinna þannig gegn því að steindin leysist upp. Síðar- nefndu rafkraftarnir reyna á hinn bóginn að leysa steindina upp. Það kostar orku að losa jónirnar í kristalnum sundur, en orka losnar, þegar einstakar jónir mynda binding við vatnssameindir. Kristallinn leysist upp, ef meiri orka leysist úr læðingi við vatns- bindingu en nemur þeirri orku sem þarf til að brjóta kristalinn upp í jónir. I silíkötum eru bindingar milli efnisagna sterkir og leysni þeirra í vatni þvf lítil. Öðru máli gegnir um mörg sölt. I vatni eru auð- leyst sölt yfirleitt klóríð, en stundum bóröt. Mjög sjaldan er svo mikið af klóri og bóri í bergi að vatn, sem leysir það upp, nái að mettast af hinum auðleystu söltum þessara efna. ■ HVARFGJÖRN EFNI OG ÓHVARFGJÖRN Talað er um að sum efni í jarðhitavatni séu hvarfgjörn en önnur óhvarfgjörn. Óhvarf- gjörn efni eru einnig nefnd utangarðsefni. Hvarfgjörn efni mynda ummyndunarsteindir við það að falla út úr vatninu. Óhvarfgjörnu efnin sýna hins vegar ekki slíka til- hneigingu. Ástæðan er sú að styrkur hinna óhvarfgjörnu efna í vatninu er ekki nægilega hár til að metta það af steindum sem þessi óhvarfgjörnu efni ganga inn í. Tiltölulega auðvelt er að átta sig á því hvaða efni eru hvarfgjörn og hver óhvarf- gjörn. Á tilteknu svæði eða í tilteknu jarð- fræðilegu umhverfi eykst styrkur óhvarf- gjarnra efna stöðugt með hita og tímanum sem vatnið hefur haft til að hvarfast við bergið. Það gerir styrkur óhvarfgjarnra efna hins vegar ekki vegna þess að þessi efni tapast úr vatninu við það að mynda um- myndunarsteindir. Segja má að öll efni í úrkomu séu óhvarf- gjörn. I yfirborðsvatni og köldu grunnvatni eru natríum, klór, bór, súlfat og jafnvel flúor ennþá óhvarfgjörn, en önnur aðalefni eins 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.