Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 37
(1. tafla). Munurinn stafar af leysingu efna úr berginu og/eða úr bergbrotunr í jarðvegi. Allar algengar steindir, a.m.k. í storku- bergi eru annaðhvort oxíð eða silíköt. Oxíð eru efnasambönd súrefnis og ýmissa málma en silíköt sambönd kísils, súrefnis og málma. Silíköt má alltaf rita sem summu oxíða af kísli og málmum. Tökum dæmi: Ólivín sem er algeng steind í íslensku basalti hefur efna- formúluna Mg,Si04. Þessa efnaformúlu má rita sem 2MgÖ+SiÖ2. Önnur algeng steind er albít með efnaformúluna NaAlSi308. Hana má rita sem !/2Na,0+!/2Al.,03+3Si02. Leys- ingu ólivíns í vatni má skoða sem leysingu tveggja oxíða: Mg0+2H+=Mg2++H,0 (13) og SiO,+2H,O=H4SiO40 (14) Sýru þarf til að leysa upp magnesíumoxíð úr ólivíninu en ekki kísiloxíðið. Við leysinguna breytist efnainnihald vatnsins þannig að H+-jónir eyðast en styrkur Mg+2-jóna eykst. Auk þess eykst styrkur kísils í vatninu. Hcildarhvarfið fæst með því að Ieggja saman hvörfin fyrir leysingu oxíðanna tveggja: 2MgO+SiO,+4H+=2Mg2++H4SiO40 (15) eða einfaldlega Mg,Si04+4H+= 2Mg2++H4SiO'j (15a) í vatni eru ýmsar uppleystar sýrur eins og kolsýra sem áður er nefnd. Hluti kolsýru í yfirborðsvatni er konrinn í það frá andrúms- lofti, en hluti frá rotnandi jurtaleifum í jarð- vegi. Um leið og vetnisjónir eyðast við að leysa upp berg geta nýjar myndast frá þeim sýrum sem uppleystar eru í vatninu, sbr. jöfnu (1), og þannig viðhaldið leysingunni. Ef kolsýra er sýrugjafinn sem rekur leys- ingu ólivíns má rita: 4H,CO 3 + Mg,Si04 = 2Mg2++ 4HCO 3+ H4Si04 (16) Af líkingu (16) sést að leysing ólivíns felur í sér eyðingu á kolsýru og samhliða því myndast magnesíunr- og bíkarbónatjónir. Með öðrum orðunr, hvarf sýrunnar við basann (ólivínið) leiðir til myndunar á salti sem er uppleyst í vatninu og kemur katjónin frá basanum en anjónin frá sýrunni. Auk þess myndast uppleystur kísill. Fyrir utan myndun hans er efnahvarfið hliðstætt við sýru-basa efnahvörf. Við slík hvörf myndast salt og kemur katjónin frá basanum en anjónin frá sýrunni og auk þess vatn við samruna vetnisjónar (H+) og hýdroxýljónar (OH"), þ.e. H++ OH =H,0. Leysingu albíts (NaAlSi308) í vatni má rita á sambærilegan hátt við leysingu ólivíns eða: 4H2CO°3+ NaAlSi308 + 4H,0 = Na++ AP++4HCÖ 3+3H4SiO« (17) Þetta hvarf lýsir leysingu í súrri lausn. Ef hún er hins vegar basísk myndast ekki Al3+ heldur Al(OH)". í basísku vatni þarf því enga sýru til að leysa upp albít, þar sem hvarfið er: NaAlSi308+ 8HzO = Na++ Al(OH) 4+ 3H4Si04 (18) Albít leysist einfaldlega upp í basísku vatni ef vatnið er undirmettað m.t.t. þess án þess að hafa áhrif á pH-gildi þess. Ef nógu mikið albít hefur leyst upp í vatni, til að metta vatnið, ríkir efnajafnvægi milli steindarinnar og vatnslausnarinnar. Jafn- vægisfastinn, K, er skýrgreindur senr [Na+j [ Al(OH)"| |H4SiO°4]3 Kaibít"" [NaAlSi308] [H,0]8 ” ' (19) þ.e. margfeldi af styrk myndefna deilt með margfeldi á styrk hvarfefna, en hornklofar tákna styrk elna. Athugið að styrkur kísils er í þriðja veldi og styrkur vatns í áttunda. Auðvitað hefði mátt skrila kísilinn þrisvar sinnum í hvarfinu í jölnu (18) og margfalda allt saman, en [H^SiO'j] |H4SiO‘j] [H4SiO(]| er auðvitað það sama og [H4SiO(4]3. Styrkur hreinna efna er greinilega 1. Ef um er að ræða hreint albít, þ.e.a.s. steindin inniheldur engin óhreinindi og styrkur uppleystra efna 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.