Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 44
hamraþili og tveimur rönum. Á þeim aust- ari (hægri) er klettaborgin Fingurbjörg. Til er gamalt örnefni í Mávabyggðum, Kapla- klif (kapall merkir hestur). Lengst til hægri, handan við miðlægan ísstraum Breiðamerkurjökuls er hluti Esjufjalla, þ.e. vestasti fjallgarður þeirra en upp og inn af þeim sér á Snæfríð. Hún er jökulbunga og hæsti hluti fjallaklasans sem er væntanlega gömul megineldstöð. Undir vestur- og miðhluta Breiðamerkurjökuls er land fremur slétt skv. nýlegum íssjármælingum en ísinn fellur þó nokkuð bratt fram af hálendisbrúninni. Hún er í nánd við skerin sem örlar á við miðja mynd hægra megin. Neðarlega til hægri er Breiðárlón. Milli þess og Fjallsárlóns eru þurrar jökulvatna- kvíslar. Upp af Breiðárlóni er urðarrani (rönd á skaftfellsku) sem beygir upp í jökulinn. Þetta er jökulgarður sem nær til botns í jöklinum og verður til þar sem ís skríður utan í jökulsker og ber með sér bergmylsnu úr því fram í jaðarinn. Byggð til forna Jökuljaðrar á myndinni hafa verið all- mörgum kílómetrum innar í landinu fyrir 700-800 árum, einkum jaðar Breiðamerk- urjökuls. Ef til vill var hann skammt frá hálendisbrúninni. Þá var mest allt land á neðri hluta myndarinnar smáhæðótt lág- lendi, víða skógi vaxið. Þar hét Breiða- mörk (mörk sama sem skógur) og víða búsældarlegt. Vitað er með vissu um a.m.k. tvö býli á Breiðumörk, með nöfnun- um Fjall og Breiðá (sjá t.d. Njálu), einmitt í nánd við fjallið á miðri mynd. Þar eru nú vötn og eyðimörk enda sagt frá því í rituðum heimildum er kirkjujörðin Breiðá var að hverfa sjónum vegna ágangs jökla í upphafi 18. aldar. Má nú finna birkilurka úr skógunum fornu í jökulruðningi en engin ummerki um mannvirki. Jöklar hopuðu hratt frá um 1920 fram undir 1970 og komu þá efstu drög núver- andi sands undan jökli sem og öll lónin á sandinum. PÓSTFANG HÖFUNDAR Ari Trausti Guðmundsson Flétturima 4 112 Reykjavík 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.