Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 44
hamraþili og tveimur rönum. Á þeim aust- ari (hægri) er klettaborgin Fingurbjörg. Til er gamalt örnefni í Mávabyggðum, Kapla- klif (kapall merkir hestur). Lengst til hægri, handan við miðlægan ísstraum Breiðamerkurjökuls er hluti Esjufjalla, þ.e. vestasti fjallgarður þeirra en upp og inn af þeim sér á Snæfríð. Hún er jökulbunga og hæsti hluti fjallaklasans sem er væntanlega gömul megineldstöð. Undir vestur- og miðhluta Breiðamerkurjökuls er land fremur slétt skv. nýlegum íssjármælingum en ísinn fellur þó nokkuð bratt fram af hálendisbrúninni. Hún er í nánd við skerin sem örlar á við miðja mynd hægra megin. Neðarlega til hægri er Breiðárlón. Milli þess og Fjallsárlóns eru þurrar jökulvatna- kvíslar. Upp af Breiðárlóni er urðarrani (rönd á skaftfellsku) sem beygir upp í jökulinn. Þetta er jökulgarður sem nær til botns í jöklinum og verður til þar sem ís skríður utan í jökulsker og ber með sér bergmylsnu úr því fram í jaðarinn. Byggð til forna Jökuljaðrar á myndinni hafa verið all- mörgum kílómetrum innar í landinu fyrir 700-800 árum, einkum jaðar Breiðamerk- urjökuls. Ef til vill var hann skammt frá hálendisbrúninni. Þá var mest allt land á neðri hluta myndarinnar smáhæðótt lág- lendi, víða skógi vaxið. Þar hét Breiða- mörk (mörk sama sem skógur) og víða búsældarlegt. Vitað er með vissu um a.m.k. tvö býli á Breiðumörk, með nöfnun- um Fjall og Breiðá (sjá t.d. Njálu), einmitt í nánd við fjallið á miðri mynd. Þar eru nú vötn og eyðimörk enda sagt frá því í rituðum heimildum er kirkjujörðin Breiðá var að hverfa sjónum vegna ágangs jökla í upphafi 18. aldar. Má nú finna birkilurka úr skógunum fornu í jökulruðningi en engin ummerki um mannvirki. Jöklar hopuðu hratt frá um 1920 fram undir 1970 og komu þá efstu drög núver- andi sands undan jökli sem og öll lónin á sandinum. PÓSTFANG HÖFUNDAR Ari Trausti Guðmundsson Flétturima 4 112 Reykjavík 90

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.