Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 43
2. mynd. Fjallsjökull og vesturhluti Breiðamerkurjökuls. Myndin er tekin er hátt yfir Breiðamerkursandi. Ljósm. Mats Wibe Lund. borð við íslandsbók Björns, bók um ísland með myndum eftir Klaus D. Francke og nýlega bók með myndum Ragnars Th. Sigurðssonar af jöklum landsins. Sannast sagna er unnt að stunda umtalsverða náttúruskoðun „í stórum mælikvarða“ með skoðun síðastnefndu myndanna. Mats Einn þeirra ljósmyndara sem hafa mikið fengist við ljósmyndun úr lofti er Mats Wibe Lund (1. mynd). Hann er einkum þekktur fyrir svokallaðar átthagaljós- myndir. Eru það myndir af þéttbýlisstöð- um og bændabýlum vítt og breitt um landið, oft allmikið stækkaðar og hafðar til þess að hengja upp á heimilum og í fyrir- tækjum. En Mats smellir einnig af þegar flugvélin ber hann yfir óbyggðir og þekkta ferðamannastaði. Dæmi um það er með- fylgjandi mynd af vesturhluta Breiðamerk- urjökuls og Fjallsjökli (2. mynd) sem tekin er hátt yfir Breiðamerkursandi. Hún er gott dæmi um mynd sem gaman og auðvelt er að skoða sér til yfirsýnar og lærdóms. Landið séð úr lofti Athugum myndina nánar. Fremst eru efstu drög sandsins með þjóðveginum austur til Hafnar. Fjallsá rennur í alldjúpri rás í sandinum, úr Fjallsárlóni, sem er ísi lagt með fáeinum borgarísjökum. Brúin sést vel. Sandaldan beggja vegna sýnir lengstu framrás Fjallsjökuls á „litlu ísöld“ (u.þ.b. 1500-1900). Fjallsjökull fellur fram úr austurhlíðum hins mikla eldfjalls, Öræfa- jökuls og sneiðir utan í Breiðamerkurfjall sem skilur hann frá Breiðamerkurjökli. Á kortum frá 1941 ná jöklarnir tveir saman framan við Breiðamerkurfjall. I fjallinu eru tveir áberandi klettatindar. Sá hærri og þríhyrndi er Rákartindur (774 m), hinn lægri og fremri er Miðaftanstindur (618 m). Dalurinn innan við Miðafatanstind heitir Hrossadalur og þar rétt hjá er Bæjar- sker. Lengst til vinstri, fast upp við sjón- deildarhring sér á Heljargnípu í norðan- verðum Öræfajökli, þá kemur slakki við upptök vestasta ísstraums Breiðamerkur- jökuls en l'yrir miðri mynd er fjallaklasinn (jökulskerin) Mávabyggðir með miklu 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.