Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 46
1. mynd. Kúfskel, Arctica islandica. Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson.
yfir 200 ára gömul og lengd skeljanna allt
að 120 mm. Vöxturinn ræðst af umhverfis-
aðstæðum eins og fæðu, hitastigi og seltu
en einnig aldri einstaklinganna. Kúfskelj-
ar eru sérkynja en ekki er hægt að greina á
milli kynjanna með berum augum þar sem
engin útlitsmunur er á kynfrumusekkjum
karl- og kvendýra.
2. mynd. Kúfskel, niðurgrafin í sjávar-
botni. Teikn. Jón Baldur Hlíðberg.
■ RANNSÓKNIR
ÁRIÐ 1994
Snemma árs 1994 hófust rannsóknir á veg-
um Hafrannsóknastofnunarinnar á kúfskel
við Norðvestur-, Norður- og Austurland en
stofninn við Suðvestur- og Suðurland
hafði áður verið kannaður (Hrafnkell
Eiríksson 1988). Rannsóknirnar við Norð-
vesturland fóru fram í janúar til mars en
við Norður- og Austurland í maí og júní.
Markmið rannsóknanna var að kortleggja
útbreiðslu, magn á flatareiningu og stolri-
stærð á svæðunum. Ennfremur að rann-
saka hvernig þyngd og holdfylling breyt-
ast með stærð og einnig að kanna samband
kynþroska við stærð og aldur. Til rann-
sóknanna var notaður skelbáturinn Æsa,
útbúinn vatnsþrýstiplógi (3. mynd). Eins
og nafnið á veiðarfærinu, vatnsþrýstiplóg-
ur, gefur til kynna er sjó dælt niður í plóg-
inn og þannig losað um sandinn og skelina
framan við plógblaðið. Togað var á 285
stöðum við Norðvesturland sem skipt var
niður í 26 rannsóknarsvæði, 68 stöðum við
Norðurland, skipt niður í 10 rannsóknar-
svæði og 85 stöðum við Austurland skipt
niður í 5 rannsóknarsvæði. (4. mynd).
92