Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 59
og auka við það, því öllum er ljóst að út- reikningum hans verður ekki beitt við afbrigði sem aldinræktendur vinna með. Líkamsgerð kynblendinga þessara atbrigða verður í fæstum tilvikum rakin til erfða frá nánustu forfeðrum heldur til eiginleika forfeðra foreldraplantn- anna, eiginleika sem ræktarmaðurinn þekkir yfirleitt ekki. Við þetta bætist að umhverfis- þættir hafa veruleg áhrif á kynblendingana, ekki aðeins í upphafi, meðan fræin eru að þroskast. Þeir kalla líka fratn afbrigðilegar breytingar2 á árunum meðan kynblendingarnir vaxa og ná fullum þroska." (Michurin 1949, bls. 200.) Eftir byltinguna vænkaðist hagur Mich- urins. Hinir nýju valdhafar veittu honum góða starfsaðstöðu og sýndu ýmsa sæmd. Má þar nefna að 1932 var nafni borgar- innar Kovlov, sem var miðstöð plöntu- kynbóta Michurins, breytt í Michurinsk. Ivan Michurin lést 1935, á 80. aldursári. Snilli hans á sviði hagnýtra plöntukynbóta verður seint oflofuð. Hið sama verður ekki sagt um ályktanir hans á sviði fræðilegrar erfðafræði. Þess ber þó að gæta að hann lifði á tímum þegar þau fræði voru glopp- óttari en nú og ýmsir málsmetandi líffræð- ingar hölluðust enn að hugmyndum um arfgengi áunninna einkenna. ■ LYSENKO Trofim Denisovich Lysenko (6. mynd) fæddisl 1898 í Karlovka í Úkraínu. Hann brautskráðist frá garðyrkjuskóla í Uman 1921 og lauk doktorsprófi í búfræði frá Landbúnaðarstofnuninni í Kiev 1925. Hann vann síðan við tilraunir í búfræði, einkum á korntegundum, og varð forstöðu- maður tilraunastöðvar í Odessa 1933. Lysenko skipti þroskun plantna af fræi í ákveðna fasa, og skyldi einunt fasa ljúka áður en hinn næsti gæti hafist eðlilega. Hveiti er skipt í hausthveiti (vetrar- hveiti) og vorhveiti. Fræ hausthveitis þarfnast talsverðrar kælingar áður en það 2 Hér notar Michurin (eða þýðandi hans) hug- takið sport deviation, sem í ritum Darwins táknar nokkurn veginn það sem líffræðingar kalla nú stökkbreytingu. 6. mynd. T.D. Lysenko, 1898-1976 (Sov- foto). getur vaxið eðlilega. Hausthveiti er því sáð að hausti, eða snemma vors meðan kuldi í jörðu er nægilegur. Gera má ráð fyrir tals- verðum afföllum á sáðkorninu af völdum frosts og skaðlegra lífvera. Fræ vorhveitis þarfnast ekki jafnmikillar kælingar. Því er sáð að vori svo afföllin verða minni. Hausthveiti þrífst í kaldara loftslagi en vorhveiti. Lysenko þróaði aðferð, vorun, til að flýta þroskun hausthveitisins. í stað þess að láta fræin liggja í kaldri mold voru þau geymd, hálfspíruð, í kaldri geymslu í tíu daga til mánuð og þeim síðan sáð. Lysenko tókst einnig að vora ýmsar aðrar grastegundir (7. mynd), smára, baunir, rótarávexti, sojabaunir, kartöllur og fleiri nytjaplöntur. Rannsóknir Lysenkos á vorun höfðu í senn hagnýtt og fræðilegt gildi og tryggðu honum virðingarsess meðal búvísinda- inanna. En hann stefndi hærra. í samræmi við hugmyndir Michurins hugðist Lysenko breyta erfðum hveitisins, breyta haust- hveiti í vorhveiti, með viðeigandi meðferð, þjálfun á fræjunum. Hann ræktaði margar kynslóðir voraðs hausthveitis en stytti með hverju ári sem leið vorunina, þann tíma sem fræin voru kæld. Þar kom að lokum að hveitið óx eðlilega án kælingar. Haust- hveitið var sem sagt að mati Lysenkos orðið að vorhveiti. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.