Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 8
hafa stundum valdið miklu tjóni og í Messína-skjálftanum mikla árið 1908 fór- ust yfir 100.000 manns. Vísbendingar eru um að svæðið sé að lyftast um sem nemur um 1 mm á ári og í dag má sjá um 1,5 milljón ára gömul sjávarset í 400 m hæð suðaustan í Etnu og í 700 m hæð í henni norðaustanverðri. Uppbygging Etnu hefur verið allflókin því segja má að hún samanstandi af nokkr- um samvöxnum eldkeilum. Hin virka miðja þessara eldkeila hefur stöðugt verið að færast til vesturs og skilið eftir sig slóð af allstórum öskjum, á línu til austurs frá toppgígunum. Austur frá toppnum gengur Uxadalur (Valle del Bove), 4 km breið og 7 km löng U-laga hvos sem ýmist er talin mynduð við öskjusig eða stórt framhlaup (sbr. 5. mynd). Austar er önnur minni hvos, Valle di Calanna. ■ GOSVIRKNI Gosvirkni í Etnu á sögulegum tíma má skipta í tvo meginflokka. Annarsvegar er stöðug gosvirkni í gígum á toppi fjallsins og hinsvegar eru tíð sprungugos í hlíðum þess. Toppgígarnir Fjórir megingígar eru í fjallstoppnum; Norðausturgígurinn, La Voragine eða Ginið, Bocca Nuova eða Nýi kjaftur og Suðausturgígurinn. Langoftast stíga miklir gufubólstrar upp af þessum gígum (sbr. 7. mynd), stundum með svolitlu hraunrennsli eða öskustrókavirkni, en veruleg eldgos verða í þeim með eins til tveggja ára milli- bili. Þessum gosum fylgir mikil ösku- og gufumyndun og einnig nokkur hraunfram- leiðsla. Gos í Etnuhlíðum Eldsgos í hlíðunum fjallsins verða að jafnaði einu sinni til tvisvar á áratug. Þar opnast langar sprungur sem gjósa hrauni og ösku í allmiklu magni. Gosin byrja ofarlega í íjallinu og færast niður eftir hlíðinni þegar líður á gosið. Meðan gos í hlíðunum standa yfir er oftast algjört hlé á gos- um í toppgígunum. Jarðvegur er frjósamur í hlíðum Etnu og þar ná akrar upp um í 1000 m hæð. Þar er einnig fjöldi bæja og þorpa og stafar byggðinni einkum hætta af hraunrennsli þegar gýs í hlíðum fjallsins. Osjaldan hafa fbúarnir þurft að horfa á eftir húsum og frjósömum ökrum undir glóandi hraunstrauma sem velta niður hlíðarnar og engu eira. Mesta gos sem sögur fara af í Etnuhlíðum varð árið 1669. Þá mynduðust gígarnir Rauðufjöll (Monte Rossi) í nánd við bæinn Nicolosi sem er í um o.fl. 1985). 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.