Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 62
9. mynd. Hermann J. Muller, 1890-1967 (Indiana Univer-
sity).
rnenn í Sovétríkjunum studdu, og þar með
erfðakenningu Lysenkos. Ymsir búfræð-
ingar töldu - með nokkrum rétti - að hefð-
bundin erfðafræði hefði skilað takmörkuð-
um hagnýtum árangri og bundu því vonir
við hinar nýiu kenningar sovétmanna (sjá
t.d. Fyfe 1950).
í fæstum tilvikum nægði pólitísk sann-
færing þó til að snúa erfðafræðingum til
fylgis við Lysenko. Margir ágætir erfða-
fræðingar í Sovétríkjunum voru dyggir
stuðningsmenn stjórnvalda þar en þoldu
niðurlægingu, frelsissviptingu og jafnvel
aftöku frernur en að beygja sig undir boð-
skap michurinista, eins og brátt verður
vikið að.
Einn virtasti erfðafræðingur Bandaríkj-
anna á fyrri hluta þessarar aldar, Hermann
J. Muller (9. mynd), sem hlaut nóbelsverð-
laun í lífeðlisfræði 1946, sætti ofsóknum í
heimalandi sínu vegna róttækra stjórn-
málaskoðana. Þegar við bættust vandamál
í einkalífi fluttisl hann til Berlínar 1932 og
ári síðar til Rússlands, þar sem hann vann
í Leníngrad og síðan í Moskvu. Eftir fjög-
urra ára dvöl kvaddi hann Sovétríkin
vegna yfirgangs Lysenkos og gagnrýndi
eftir það erfðafræði hans harkalega, og
ekki síður framkomu sovéskra yfirvalda
við andstæðinga hans. Muller sagði boð-
skap Lysenkos „álíka hindurvitni eins og
það að jörðin sé flöt“.
Þess eru mörg dæmi að vísindamenn
hafi beitt sér fyrir skoðunum sem síðar
reyndust rangar og samt haldið fullri virð-
ingu, enda hafi þeir haldið í heiðri starfs-
aðferðir fræða sinna. Lysenko virðist hins
vegar allt frá upphafi ferils síns hafa not-
fært sér pólitískt ástand í Sovétríkjunum til
framdráttar kenningum sínum og gegn
mönnum sem voru annarrar skoðunar.
Muller lýsti þessu svo í blaðagrein 1948:
„Árið 1933 eða þar um bil voru erfðafræðing-
arnir Chetverikoff, Ferry og Ephroimson liver í
sínu lagi sendir í útlegð til Síberíu og Levitsky
í vinnubúðir á heimskautssvæði [Rússlands] í
Evrópu... Erfðafræðingurinn Agol, sem var
kommúnisti, var 1936 afgreiddur í kjölfar
sögusagna um að hann hefði hlotið dóm fyrir
„mensévíka hughyggju“ í erfðafræði... Virtir
erfðafræðingar eins og Karpechenko, Koltzoff,
Serebrovsky og Levitsky létust af ókunnum
orsökum. Svo mikið er víst að síðan 1936 hafa
sovéskir erfðafræðingar af öllum stigum lifað í
angist. Flestir sem voru ekki fangelsaðir,
reknir í útlegð eða teknir af lífi voru neyddir til
að skipta um starf. Þeir sem fengu að vera
áfram á rannsóknastofunum voru yfirleitt
þvingaðir til að láta líta svo út að þeir væru að
reyna að renna stoðum undir falsvísindi sem
nutu stuðnings stjórnvalda. í glundroðanum í
stríðslok tókst sumuni að komast undan til
vesturlanda. Samt hafa nokkrir fengið að sinna
sínu allan þennan tíma til þess að sýna um-
heiminum að enn séu starfandi erfðafræðingar
í Sovétríkjunum." (Tilvitnun sótt í Gardner
1957, bls. 144.)
■ VAVILOV
Einn þekktasti erfðafræðingur Sovétríkj-
anna á þessurn tíma var Nikolai Ivanovich
Vavilov (10. mynd). Hann fæddist í
Moskvu 1887, nam grasafræði í Cam-
bridge og Lundúnum og sneri heim til
108