Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 63
Rússlands 1914. Hann varð prófessor við Háskólann í Saratov og forstöðumaður rannsóknastofu í hagnýtri grasafræði í Pétursborg. Vavilov var lengi forseti Land- búnaðarakademíu Leníns og lét stofna 400 rannsóknastofnanir í Sovétríkjunum á veg- um akademíunnar. Hann gerði út leið- angra til plöntusöfnunar til margra hluta heims, meðal annars til írans, Afghan- istans, Eþíópíu, Kína og Mið- og Suður- Amen'ku. Vavilov lét safna ógrynnum plantna til ræktunar og rannsókna, einum fimmtíu þúsund afbrigðum villtra plantna og þrjátíu og einu þúsundi hveitiyrkja. Framlag hans til rannsókna á erfðafræði plantna og plöntukynbóta í Sovétríkjunum var ómetanlegt. Sigurður Pétursson skrif- aði um þetta í Náttúrufræðinginn 1950: „Allt frá því á byltingarárunum, þegar Rússar börðust harðri baráttu við uppskerubrest og hungur, hafa þeir liaft sérstaklega mikinn áhuga á jurtakynbótum. Varð það hlutverk Vavilovs fram til 1940, að stjórna öllum rann- sóknum og tilraunum á því sviði... Skömmu eftir byltinguna fól Lenín honum yfirstjórn jurtakynbótanna í Sovétríkjunum, og árið 1934 kvað hann hafa haft um 200.000 manna starfs- liði á að skipa. Mun varla nokkur vísindamað- ur hafa haft aðra eins aðstöðu til víðtækrar rannsóknastarfsemi og Vavilov." (Sigurður Pétursson 1950, bls. 18.) Vavilov naut hvarvetna virðingar sem einn fremsti fræðimaður heims á sviði stofnvistfræði og erfðafræði plantna. Lys- enko snerist snemma gegn honum og tók 1938 við starfi hans sem forseti Landbún- aðarakademíu Leníns. Tveimur árum síðar var Vavilov vikið úr stöðu forstöðumanns Erfðafræðistofnunar Vísindaakademíu Sovétrfkjanna og Lysenko látinn taka við. Þegar vestrænir vísindamenn spurðust fyrir um afdrif hans var fátt um svör. Bent var á að fjöldi manns hefði látist í heims- styrjöldinni og Vavilov kynni að vera í þeim hópi. En það var siður að birta eftir- mæli um félaga í Lenínakademíunni í rit- um hennar, og þótti grunsamlegt að fyrr- um forseta hennar var þar að engu getið. Síðar kom í ljós að Nikolai Vavilov hafði verið handtekinn 1940, sakaður um njósnir fyrir Breta. Hann lést 26. janúar 1943 í fangabúðum í Saratov, á 56. aldurs- ári. ■ FLOKKSLÍNA í ERFÐAFRÆÐl Á ráðstefnu um skipulag erfðarannsókna í Sovétríkjunum, sem haldin var í Lenín- grad 1932, kom lram að brýnt væri að fá franr ný og bætt afbrigði nytjaplantna, og Stalín krafðist úrbóta innan fjögurra til fimm ára. Rússneskir erfðafræðingar skyldu sem sagt leggja megináherslu á hagnýtan árangur. Jafnframt samþykkti ráðstefnan að beitt skyldi aðferðum díalektískrar efnishyggju við erfðarann- sóknir. Þetta hvort tveggja færði Lysenko sér síðar í nyt. Kenningar michurinerfðafræðinnar, sem Lysenko og Prezent birtu 1935, vöktu ákaf- ar deilur. Upp úr sauð á fundi í Land- búnaðarakademíu Lenfns 1936, þar sem saman voru komnir margir fremstu erfða- fræðingar Sovétríkjanna. Lysenko og 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.