Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 61
8. mynd. August Weismann, 1834-1914, þýskur dýra- frœðingur, taldi að þœr breytingar einar gengju að erfðum sem yrðu á œxlunarfrumum eða á frumum sem þœr vœru komnar af Hann skar rófuna af nýfœddum músum í funm ættliði, samtals níu hundruð og einni mús, en afkvœmin fœddust œvinlega með eðlilega rófu (The Bettmann Archive). Fyfe (1950) hefur eftir Lysenko að við frjóvgunina sé það hlutverk kjarnans að mynda líkama, gæddan líffræðilega and- stæðum einkennum, er stuðli að þrótti líf- verunnar. Þetta sé grundvallarhlutverk kjarnans, með litningum sínum og öðrum pörtum, jafnt í kynfrumum sem ókynja frumum3. Lysenko setti erfðafræði sína fram á máli díalektískrar efnishyggju. Naut hann við það stuðnings marxísks heimspekings og líffræðings, I.I. Prezent. Erfðakenningu Mendels og Morgans kölluðu þeir hug- hyggju (,,ídealisma“), afturhaldsstefnu fram komna í dauðateygjum auðvalds- skipulagsins. „Mendelmorganisti“ varð í munni og penna michurinlíffræðinga hið versta skammaryrði. Þegar mikið lá við voru andstæðingarnir að auki titlaðir „weismannistar" eftir þýskum líffræðingi, August Weismann (8. mynd), sem hafnaði arfgengi áunninna eiginleika og hélt því fram að til hlyti að vera sérstakt erfðaefni er bærist óbreytt milli ættliða. Erfðafræðingar af gamla skólanum 3 Vera má að ég skilji þá félaga ekki rétt en frumtexti Fyfes (bls. 27) er svona: “The basic biological function of the nucleus, its chromo- somes and other nuclear elements, both of the sexual and non-sexual cells, is precisely to cre- ate from different cells (nuclei) in the process of fertilization, one single, biologically contra- dictory body, and this constitutes the body’s vi- tality.” Þetta sækir Fyfe í erindi sent Lysenko flutti bændum 1949. skýrðu niðurstöður michurinlíffræðing- anna sem árangur óvandaðra vinnubragða. Lysenko neitaði til dæmis að nota tölfræði- greiningu við túlkun á tilraunum. Hann sagðist í þess stað reiða sig á þá reynslu sem fengist af störfum sínum í sovéskum samyrkjubúum. Erfðafræðingar skýrðu (og skýra enn) breytinguna úr hausthveiti í vorhveiti á þann veg að í upphaflegu út- sæði Lysenkos hafi verið nokkur fræ af vorhveiti. Eftir því sem vorunartíminn var styttur hafi hlutfall þess aukist uns allt hausthveitið hafi verið dautt. Árangur ágræðslutilrauna, þar sem arf- geng boð áttu að hafa borist rnilli rótar- stofns og græðikvists, er skýrður þannig að vefir frá öðrum þessum hluta hafi vaxið inn í hinn, komist inn í blóm og myndað þar fræ. Erfðafræðingar utan Sovétríkjanna reyndu án árangurs að líkja eftir tilraunum michurinistanna. Þegar sá er þetta ritar var við nám í Lundi, á sjötta áratugnum, greindi erfðafræðingur þar í landi honum frá því að einn af framámönnum michurin- líffræðinnar, I.E. Gluschenko, sem einkum fékkst við „kynblöndun með ágræðslu“, hefði verið að því spurður hverju það sætti að sænskum erfðafræðingum tækist ekki að endurtaka tilraunir hans. Gluschenko var sagður hafa svarað að á því væri einföld skýring - svona þróuð vísindi yrðu ekki stunduð nema í sósíalísku hagkerfi. Hálfa öld eftir byltinguna í Rússlandi eða þar um bil vörðu margir kommúnistar í vestrænum ríkjum flest það sem ráða- 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.