Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 43
2. mynd. Fjallsjökull og vesturhluti Breiðamerkurjökuls. Myndin er tekin er hátt yfir Breiðamerkursandi. Ljósm. Mats Wibe Lund. borð við íslandsbók Björns, bók um ísland með myndum eftir Klaus D. Francke og nýlega bók með myndum Ragnars Th. Sigurðssonar af jöklum landsins. Sannast sagna er unnt að stunda umtalsverða náttúruskoðun „í stórum mælikvarða“ með skoðun síðastnefndu myndanna. Mats Einn þeirra ljósmyndara sem hafa mikið fengist við ljósmyndun úr lofti er Mats Wibe Lund (1. mynd). Hann er einkum þekktur fyrir svokallaðar átthagaljós- myndir. Eru það myndir af þéttbýlisstöð- um og bændabýlum vítt og breitt um landið, oft allmikið stækkaðar og hafðar til þess að hengja upp á heimilum og í fyrir- tækjum. En Mats smellir einnig af þegar flugvélin ber hann yfir óbyggðir og þekkta ferðamannastaði. Dæmi um það er með- fylgjandi mynd af vesturhluta Breiðamerk- urjökuls og Fjallsjökli (2. mynd) sem tekin er hátt yfir Breiðamerkursandi. Hún er gott dæmi um mynd sem gaman og auðvelt er að skoða sér til yfirsýnar og lærdóms. Landið séð úr lofti Athugum myndina nánar. Fremst eru efstu drög sandsins með þjóðveginum austur til Hafnar. Fjallsá rennur í alldjúpri rás í sandinum, úr Fjallsárlóni, sem er ísi lagt með fáeinum borgarísjökum. Brúin sést vel. Sandaldan beggja vegna sýnir lengstu framrás Fjallsjökuls á „litlu ísöld“ (u.þ.b. 1500-1900). Fjallsjökull fellur fram úr austurhlíðum hins mikla eldfjalls, Öræfa- jökuls og sneiðir utan í Breiðamerkurfjall sem skilur hann frá Breiðamerkurjökli. Á kortum frá 1941 ná jöklarnir tveir saman framan við Breiðamerkurfjall. I fjallinu eru tveir áberandi klettatindar. Sá hærri og þríhyrndi er Rákartindur (774 m), hinn lægri og fremri er Miðaftanstindur (618 m). Dalurinn innan við Miðafatanstind heitir Hrossadalur og þar rétt hjá er Bæjar- sker. Lengst til vinstri, fast upp við sjón- deildarhring sér á Heljargnípu í norðan- verðum Öræfajökli, þá kemur slakki við upptök vestasta ísstraums Breiðamerkur- jökuls en l'yrir miðri mynd er fjallaklasinn (jökulskerin) Mávabyggðir með miklu 89

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.