Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 9
6. mynd. Horft til Etnu frá Kataníu. Tindurinn sem er um 3300 m hár er í um 30 km fjarlœgð frá borginni. Mesta þvermál fjallsins er um 45 km. (Ljósm. J.E. Guest, eftir Chester o.fl. 1985). 700 m hæð. Mikill hraunstraumur rann frá Rauðufjöllum alla leið til sjávar og fór hann yfir allstóran hluta borgarinnar Kataníu. Áætlað hefur verið að alls hafi þá komið um 1000 milljón m3 af hrauni (1 km3), sem er ámóta magn og upp kom í Heklugosinu 1947. I þessu gosi reyndu íbúar Kataníu, íklæddir blautum skinnum, að breyta farvegi hraunsins. Ekki verður annað séð en þeir hljóti að hafa náð nokkrum árangri, því íbúar næsta bæjar, Paternó, sáu að aðgerðirnar leiddu til þess þeirra eigin bær varð í hættu og réðust því á Kataníubúa með þeim afleiðingum að þeint gafst ekki frekara ráðrúm til varnar- aðgerða og tókst ekki að bjarga Kataníu frá hrauninu. Sjást þess merki enn í dag og eru miklar hraunklappir í miðbænum í Kataníu. Eldvirknin hefur löngum haft mikil áhrif á líf fólksins sem býr í Etnuhlíðum. í ^llmiklu gosi sem varð 1983 var í fyrsta s*nn á þessum slóðum gerð tilraun til að stýra rennsli hraunár nteð nútímatækni. Áhöld eru um hvort þær aðgerðir hafi borið árangur. ■ ELDGOSIÐ 1991-1993 Eftir nokkur smágos á tímabilinu frá sept- ember 1989 til febrúar 1990 varð hlé á gos- um í Etnuhlíðum í 21 mánuð. Þá fór að mælast landris á Etnu og í kjölfarið á stuttri jarðskjálftahrinu braust út eldgos um tvöleytið aðfaranótt 14. desember 1991. Tvær gossprungur, alls urn 2 km að lengd, opnuðust til suðausturs frá botni Suðausturgígsins í um 3000 m hæð. Önnur sprungan hafði norðlæga stefnu og gaus eingöngu ösku og gjalli. Gosið á þessari sprungu stóð aðeins í fáar klukkustundir. Hin sprungan hafði suðsuðvestlæga stefnu og hraun náði að renna 600-800 m frá efri hluta hennar. Því gosi lauk eftir hádegi sama dag, en órói f jörðu hélt áfram. Sam- fara skjálftavirkni rifnaði sprungan áfram til suðausturs niður að Uxadal (sbr. 10. mynd) og aðfaranótt 15. desember hófst eldgos að nýju á dalbrúninni í um 2200 m hæð. Þar myndaðist gígaröð í allmiklu ösku- og hraungosi. Mikið hraun flæddi niður í dalinn og var rennslið talið um 30 m3/sek (meðalrennsli Elliðaánna er um 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.