Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 8
stofnun „íslenzks náttúrufræðisfélags“ í Kaupmannahöfn árið 1887, sem nú leystist upp. Fyrsti formaður hins íslenska náttúrufræðifélags var Benedikt Gröndal, árin 1889— 1900, en næstir eftir honum komu Helgi Péturss, jarðfræðingur, 1900— 1905 og Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, 1905— 1940. Félagið gaf út „Skýrslu um hið íslenzka náttúrufræðifélag“, oftast fyrir tvö ár í senn. Var þar gerð grein fyrir þróun náttúrugripasafnsins og fjárhag félagsins, og fylgdu oft ein eða fleiri greinar nátt- úrufræðilegs efnis. Skýrsla þessi var gefin út allt til ársloka 1946, að náttúrugripa- safnið var afhent íslenska ríkinu. Náttúrufræðifélagið hlaut strax á fyrsta ári 400 kr. styrk frá Alþingi, og hefur félagið fengið árlegan rikisstyrk alla tíð síðan. Enda þótt tímaritin Skírnir og Andvari flyttu mestmegnis greinar um bók- menntir og sögu, birtust þar stundum greinar um náttúrufræðileg efni. 1 Andvara birtust m. a. Fiskirannsóknir eftir Bjarna Sæmundsson á árunum 1896—1936. Áhugamenn um náttúrufræði birtu annars greinar sínar hingað og þangað í blöð- um og tímaritum, og væri það mjög þarft verk, að koma þeim öllum í eina skrá. Fram til 1000 ára afmælis Alþingis íslendinga hafði, sem vonlegt var, enginn vogað sér að gefa út íslenskt tímarit, er aðeins flytti náttúrufræðilegt efni. Það gerist svo árið 1930, að tveir náttúrufræðingar taka sig saman um að gefa út á eigin ábyrgð og kostnað alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði. Þessir brautryðj- endur voru, sem kunnugt er, Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræðingur, þá kennari við Menntaskólann i Reykjavík, og Árni Friðriksson, fiskifræðingur, sem lokið hafði meistaraprófi við Hafnarháskóla 1929, og nú hafið störf hjá Fiskifélagi Islands. Tímaritið Náttúrufræðingurinn hóf svo göngu sína í byrjun ársins 1931. Reyndist það fljótlega eiga samleið með Náttúrufræðifélaginu, sem leiddi til þess að félagið keypti ritið árið 1941 og gerði það síðan að félagsriti sínu árið 1952. Þessi tvö ártöl marka því tímamót i sögu Náttúrufræðingsins. Sú saga verður nú rakin hér á eftir í stórum dráttum, og til gleggra yfirlits fylgir með skrá yfir nöfn og stjórnartíð ritstjóra tímaritsins svo og formanna félagsins. Tímabilið 1931 —1940. Á þessum árum er Náttúrufræðingurinn að vaxa úr grasi og vekja á sér eftirtekt. Ætlunin var að þetta yrði „Alþýðlegt fræðslurit um nátt- úrufræði“, eins og stóð og stendur enn á titilsíðu ritsins. Skrifuðu báðir ritstjórarnir fjölda greina af þessu tagi í ritið, sem þannig eignaðist fljótt tryggan hóp áskrif- enda. Vaxandi fjöldi náttúrufræðinga sendi ritinu auk þess greinar, þegar fram í sótti. Veitti sannarlega ekki af aukinni þátttöku i rilstörfunum, því að annar ritstjórinn, Guðmundur G. Bárðarson, féll frá í byrjun ársins 1933, og var það mikið áfall fyrir Náttúrufræðinginn. Árni Friðriksson hélt þó ótrauður áfram einsamall við ritstjórn og útgáfu tímaritsins. Skrifaði hann sjálfur mjög margar og fróðlegar greinar í ritið næstu árin, en varð auk þess gott til fanga um hið fjölbreyttasta efni frá öðrum áhugamönnum. Sést það best á efnisyfirliti 10 fyrstu árganganna, sem birtist í 1. hefti ritsins 1941. Um ritið segir Árni sjálfur á þessum tímamótum, „vinsældir þess fóru vaxandi, en skuldirnar uxu þvi miður líka“, Kemur þarna fram 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.