Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 18
Hugur beggja bræðranna stóð til raun- vísinda og 19 ára gamall innritaðist Al- fred í Friedrich Wilhelms háskólann í Berlín og nam þar sem aðalgreinar stjörnufræði og veðurfræði. Doktorsrit- gerð hans, sem hann fékk viðurkennda 1904 og dæmdist vera framúrskarandi, var stjarnfræðilegs efnis. Hann beygði þó af stjarnfræðibrautinni, að eigin sögn vegna þess, að til þess að komast að nýjum niðurstöðum í þeirri fræðigrein þyrfti bæði afburða stærðfræðigáfu og bætta stjörnuskoðunartækni, og að auki gæfi sú fræðigrein fá tækifæri til líkam- legrar áreynslu, en þeir Wegenerbræður voru áhugasamir um líkamsrækt og íþróttaiðkanir. Hann sneri sér þá aðal- lega að veðurfræðinni og varð, ásamt bróður sínum, tæknilegur aðstoðar- maður við flugveðurathugunarstöðina Lindenberg. Þeir bræður stunduðu m. a. könnun á lofthjúpnum með flug- drekum og úr loftbelg og settu árið 1906 heimsmet, er þeir ferðuðust i loftbelg i samfleytt 52 klukkustundir. í þessu starfi urðu árið 1906 fyrstu kynni með Alfred Wegener og einum virtasta og áhrifamesta veður- og loftslagsfræðingi þálifandi, Wladimir Köppen, sem frægur er m. a. fyrir þá flokkun loftslags, sem við hann er kennd. Þeir urðu síðar nánir samstarfsmenn og árið 1913 gekk Wegener að eiga dóttur Köppens, Else, sem reyndist honum frábær lifsföru- nautur. Frá unga aldri hafði Alfred Wegener haft mikinn áhuga á heimskautasvæð- um og þessvegna tók hann því fegins hendi, er honum sem sérfræðingi í könnun lofthjúpsins með ýmsurn mæli- tækjum, bauðst þátttaka sem eina út- lendingnum í dönskum 28 manna leið- angri til Norðaustur-Grænlands og 2. mynd. Leiðir Wegeners á Grænlandi og íslandi. (Úr Schwarzbach 1980). Pearylands (2. mynd) undir stjórn Mylius-Erichsens. Þetta var tveggja ára leiðangur, með vetursetu í Danmerkur- höfn 1906/07 og 1907/08. Leiðangurs- stjórinn fórst ásamt tveimur fylgdar- mönnum, úr hungri, í sleðaferð sumarið 1907. Eftir heimkomuna úr þessum Grænlandsleiðangri starfaði Wegener í áratug við háskólann í Marburg, fyrst sem prívatdósent í stjörnufræði og veðurfræði, og síðar sem aðstoðarmaður á eðlisfræðistofu, en tók einnig á þessu timabili þátt í öðrunt Grænlandsleið- angri, sem brátt verður að vikið. I Marburg kynntist hann meðal ann- arra tveimur mikilhæfum jarðfræðing- unt, Emanuel Kayser, sem var prófessor og frægur af gagnmerkri kennslubók í sinni fræðigrein, og Hans Cloos, er síðar varð einn nafntogaðasti jarðfræðingur á fyrri hluta 20. aldar. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.