Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 19
Árið 1919 varð Alfred Wegener deildarstjóri á veðurfræðistofu Deutsche Seewarte í Hamborg, er tengdafaðir hans, Köppen, lét af því starfi. Kurt Wegener var einnig deildarstjóri við sömu stofnun og unnu bræðurnir þar saman hálfan áratug eða þar til Alfred Wegener hlaut prófessors- stöðu i veðurfræði og jarðeðlisfræði við háskólann í Graz 1924. Þeirri stöðu hélt hann til æviloka. En þótt Alfred Wegener hefði ærið að starfa í sínu heimalandi síðustu tvo ára- tugi ævi sinnar dvínaði ekki áhugi hans á ísauðnum norðurhjarans. Líkamlegt erfiði og glíma við harðræði var honum, sem fyrr getur mjög að skapi, og erfið- leikarnir í Mylius-Erichsens leiðangrin- um höfðu síður en svo dregið úr áhuga hansá könnun Grænlandsjökuls. í þeim leiðangri hafði hann kynnst dönskum landmælingamanni, lautinant Johan Peter Koch, og bundist honum vináttu- böndum. Þessi Koch hafði sumurin 1903 og 1904 unnið mikið afrek úti á íslandi sem aðalmaðurinn við kortlagn- ingu í Skaftafellssýslum frá Papósi að Jökulsá á Sólheimasandi í mælikvarð- anum 1:50.000. Erfiðasta verkið, kort- iagning Skeiðársands, skriðjöklanna suður úr Vatnajökli og Oræfajökuls í heild, kom i hlut Kochs. Dönsku land- mælingamennirnir komust fljótt upp á að notfæra sér kosti íslenska hestsins í starfi sínu, og það svo, að íslendingum þótti nóg um. M. a. fór Koch með hross upp að Hvannadalshnúk. Komst það orð á, að þessum skepnum væri ekkert ófært. Sex íslenskir hestar voru teknir með í leiðangur Mylius-Erichsens og virðast hafa staðið sig vel, því víst er, að þegar Koch ræðst í það þrekvirki, sum- arið 1912, að fara þvert yfir Græn- landsjökul norðantil, þar sem hann er einna breiðastur, og fær Wegener í fylgd með sér, hefur hann með sér 16 íslenska hesta og íslenskan fylgdarmann, Vigfús Sigurðsson, til að gæta þeirra. Með í för var og Daninn Lars Larsen. Á leiðinni til Grænlands dvöldu þeir Koch og Wegener rúmlega hálfan mánuð á Norðurlandi, í júní 1912, og fóru æfingaferð með Vigfúsi á hrossum frá Akureyri suður að Brúarjökli og áfram suður yfir Vatnajökul til Esjufjalla og tilbaka, samanlagt 65 km leið á jökli, og tók sú ferð 16 klukkustundir. Fjórmenningarnir höfðu vetursetu austast á meginjökli Grænlands. Þeir urðu fyrir ýmsum skakkaföllum. Wegener rifbrotnaði 16. september og Koch fótbrotnaði er hann datt niður i 15 m djúpa sprungu. En 20. apríl 1913 lögðu þeir af stað vestur yfir megin- jökulinn og komust vestur af honum 4. júli. Ferðin reyndist hin mesta svaðilför, veður válynd og færið afleitt á köflum. Þrautseigja hestanna var vonum framar og var snjóblinda þeim mest til baga. Þegar fjórmenningarnir nálguðust vesturjaðar meginjökulsins var aðeins dugmesti hesturinn, Gráni, uppistand- andi, og svo illa farinn, að sjálfir drógu þeir hann á köflum á sleða, i vonlítilli tilraun til að koma þessari eftirlætis- skepnu á græn grös, en urðu að skjóta hann skammt frá jökulrönd. Er af jöklinum kom lentu þeir í mannlausum firði og urðu nær hungurmorða. Stóðst það á endum, að þeir voru að sjóða Glóa, eina hundinn, sem var með í för- inni, þegar sást til leitarmanna. Enn hafði Wegener ekki fengið nóg af Grænlandsjökli. Hann hugði á leiðang- ur til Vestur-Grænlands með vini sínum Koch sumarið 1928, en Koch andaðist 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.