Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 21
göngu á jökulinn, var í botni Kamaru- jukfjarðar, um 100 km NA af Diskó. Til flutninga jjaðan upp í birgðastöð, Vesturstöðina, á jökulskeri í 975 m hæð yfir sjó, hugðist Wegener nota íslenska hesta, en frá þeirri stöð inn á Eismitte, 400 km frá birgðastöðinni, skyldi farangur 120 tonn, fluttur, sumpart á hundasleðum, en aðallega á tveimur mótorsleðum. Þessir sleðar voru hannaðir í Finnlandi sérstaklega fyrir jrennan leiðangur, og gengu fyrir loft- skrúfu. Þeir áttu að geta borið eitt tonn hvor og komist upp í allt að 100 km hraða á klst. Þann 6. apríl 1930 kom Grænlands- farið Diskó til Reykjavíkur með jrýsku jiátttakendurna í Wegenersleiðangrin- um og tók jjar 25 hesta. Til að annast þá og flutningana upp í Vesturstöðina voru ráðnir jjrír Islendingar, Vigfús Sigurðs- son, sem gekk undir nafninu Græn- landsfari, Guðmundur Gislason stud. med. ogjón Jónsson frá Laug. Frá Reykjavík héldu leiðangursmenn 8. april og tæpum mánuði síðar voru Jseir komnir með allan sinn farangur á land yst í Kamarujukfirði. En eftir það gekk jseim flest í mót. Þarna urðu þeir að bíða í sex vikur eftir því að isinn ræki út úr firðinum og það var ekki fyrr en 22. júní, að [)eir komust inn í fjarðarbotn. Islendingarnir hófust jregar handa um flutning á farangrinum upp ferlega sprunginn og nær ófæran skriðjökulinn til birgðastöðvarinnar í 975 m hæð. Aldrei hafði reynt meir á íslensku hest- ana í Grænlandsleiðöngrum þeim, er Wegener tók j)átt í og aldrei höfðu jjeir reynst betur. Þessum hættulegu og afar erfiðu flutningum var j)ó ekki lokið fyrr en4. október, og lögðu Jón og Vigfús þá heim á leið og komu til Reykjavíkur rétt fyrir jól 1930. Um miðjan júlí hélt fyrsti hópurinn með hundasleðana inn á Eis- mitte með vísindatæki og nokkur mat- föng og varð Dr. Georgi þar eftir. Síðast í ágúst var farið í aðra ferð þangað og Dr. Sorge skilinn eftir hjá Georgi. Treyst hafði verið á mótorsleðana til þess að flytja megnið af farangrinum inn á Eis- mitte, en j)að er skemmst af að segja, að jreir brugðust gersamlega og komust aldrei til Eismitte. Laust eftir miðjan september barst Wegener bréf frá Georgi og Sorge þess efnis, að þeir myndu yfirgefa Eismitte- stööina og halda gangandi til Vestur- stöðvar, ef ekki bærust meiri matföng fyrir 20. október. Wegener var ljóst, að ef svo færi, væri höfuðmarkmið leiðangurs hans fyrir bí og hann taldi einnig, að j)eir Sorge og Georgi myndu örugglega farast, ef þeir legðu af stað gangandi vestur yfir jökulinn á þessum árstíma. Til að koma í veg fyrir j)etta hvorttveggja, lagði hann sjálfur af stað til Eismitte 21. sept. ásamt Dr. Loewe og allmörgum Grænlendingum, er óku 15 hundasleðum með vistum. Þeir hrepptu verstu veður, svo Grænlendingarnir voru sendir til baka í tveimur hópum, sinn frá hvorum áfanganum, og eftir 40 daga ferð komust j)rír á leiðarenda þ. 30. október með jjrjá tóma sleða, Wegener, Loewe og 22 ára gamall eski- mói, Rasmus Willumsen. Frost var þá ~ 54 gráður í Eismitte. Þar fundu þeir fyrir þá Sorge og Georgi, sem höfðu hætt við að fara til baka og grafið sér skýli í hjarnið, þar eð hús það er flytja átti til Eismitte hafði aldrei komist á leiðarenda. Nú varð Wegener aftur að taka erfiða ákvörðun. Ekki var [tarna vetrarforði fyrir sex manns og urðu því einhverjir að 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.