Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 29
nefna, var Bretinn Arthur Holmes, víð- kunnur fyrir rannsóknir á geislavirkum efnum í jarðskorpunni og aldurs- ákvarðanir á bergi með slíkum efnum, og sömuleiðis þekktur fyrir eina af læsi- legustu og mest notuðu jarðfræði- kennslubókum aldarinnar. I sambandslöndunum Danmörku og Islandi lifði Wegenerskenningin með nokkrum hætti vegna persónulegra tengsla. Eftir að Wegener hafði sett fram skoðun sína um landrekið skrifaði hann vini sínum J. P. Koch og bað hann bera staðarákvarðanir, sem gerðar voru a Norðaustur-Grænlandi í Mylius— Erichsens leiðangrinum, saman við staðarákvarðanir gerðar á sömu stöðum af Germania leiðangrinum s. k. 1870 og af enskum landkönnuði, Sabine, árið 1823. Tilgangurinn með þessum samanburði var að fá fram, hvort um rek þessa landsvæðis hefði verið að ræða. Koch var í fyrstu vantrúaður á, að slíkt rek væri mælanlegt með þessu ntóti, en varð þó við beiðni vinar síns og samanburður hans leiddi í ljós, að á tímabilinu 1835—1907 hafði Norðaust- ur-Grænland færst 1190 m til norðvest- urs, eðaað meðaltali um 15 máári. Þótt þessar tölur lægju í raun innan skekkju- marka þótti niðurstaða mælinganna styðja rekkenninguna og það því frem- ur, sem annar danskur landmælinga- maður, P. F. Jensen, komst að mjög svipaðri niðurstöðu varðandi Godt- haabssvæðið í Vestur-Grænlandi. Sjálf- ur hafði Wegener reiknað með reki af þessari stærðargráðu. Jensen birti sínar niðurstöður 1923 og árið eftir hóf danskur landfræðingur, Niels Nielsen, kunnugur bæði Koch og Jensen, og sannfærður um, að þeir hefðu fært sönnur á landrek, rannsóknir á jarð- eldabeltum íslands, og hélt |Deim áfram nokkur sumur. Ferðafélagi hans og meðkönnuður var íslenskur náttúru- fræðinemi við Hafnarháskóla, Pálmi Hannesson. Árið 1929 setti Nielsen fram þá skoðun í fyrirlestri á 18. Skandinavíska náttúrufræðingamótinu með titlinum: Islands Tektonik og Wegen- er-Theorien, að í ljósi Wegenerskenn- ingarinnar yrði að líta svo á, að Island væri að gliðna í sundur og væru hinar fjölmörgu sprungur og gjár jarðelda- beltanna sönnun þess. Sjálfur hafði Wegener reiknað með, að allt ísland væri á vesturleið. Pálmi var sömu skoð- unar og Nielsen um gliðnunina og inn- prentaði hana nemendum sínum, er hann kenndi við Menntaskólann á Akureyri. Sér þess glögg merki í jarð- fræðiritgerðum höfundar þessa spjalls frá fjórða áratugnum, er hann hélt því fram, m. a. í ritgerð um Dalvíkur- skjálftann 2. júní 1934, að sprungubelt- in þvert yfir Island væru hluti af sprungukerfum, er næðu langt norður og suðvestur fyrir landið. Að um gliðnun Islands væri að ræða var og skoðun þeirra þýsku vísinda- manna, er komu hingað sumarið 1938 í vísindaleiðangri undir stjórn Oskars Niemczyk, rektors Tækniháskólans í Berlín. Þessir Þjóðverjar og Tómas Tryggvason jarðfræðinemi, er var þeint til aðstoðar, mældu með ítrustu ná- kvæmni er þá var möguleg, þrihvrn- inganet þvert yfir jarðeldabelti Norður- lands í því skyni að endurmæla þetta net áratug síðar, til að fá úr því skorið, hver gliðnunin væri. Virðast þeir fyrir- fram hafa talið líklegt að um gliðnun væri að ræða. I því merka riti um leið- angurinn, sent kom út í Stuttgart 1943, (O. Niemczyk: Spalten auf Island) telur 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.