Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 43
og nemandi hans Fred Vine. Matthews og Vine fengust báðir við hafsbotns- rannsóknir, og Vine tók þátt í lciðangri til að mæla segulsviðið yfir Carlsberg- hryggnum i Indlandshafi árið 1962. Þeir sátu á sömu skrifstofu, og eyddu löngum stundum yfir hugmyndum Hess, og mæliniðurstöðum sínum og annarra. Þar kom m. a. fram, að jákvætt segul- frávik er yfir heimssprungunni sjálfri, nefnilega miðhafshryggjunum, eins og Mið-Atlantshafshryggnum og Carls- berg-hryggnum, og sömuleiðis hafði komið i ljós í ferðinni á Indlandshafi, að neðansjávarfjöll, guyots, utan í Carls- berg-hryggnum væru öfugt segulmögn- uð. Einnig var þeim kunnugt um þær rannsóknir, sem verið var að gera á aldri umskautana segulsviðsins. Túlkun þeirra á öllu þessu byggðist á botn- skriðskenningu Hess, og var svo einföld sem framast mátti verða: Ný hafsbotns- skorpa myndast í sífellu við miðhafs- hryggina, og gliðnar út til beggja hliða. Bergkvikan storknar og tekur á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs. Jákvæðu segulfrávikin myndast þar sem rétt- segulmagnað berg er undir, og segul- magn þess bætist við og styrkir jarð- segulsviðið, en neikvæðu segulfrávikin þar sem öfugt-segulmagnað berg er undir. Þeir Vine og Matthews töldu því, í samræmi við botnskriðskenningu Hess, að öll hafsbotnsskorpan sé mynd- uð við hryggina, en berist síðan til beggja hliöa, og þannig sé segulskipta- saga síðustu 200 milljón ára skráð í hafsbotninn. Ekki vildu fræðimenn fallast á þessa skýringu þegar í stað, en hún birtist í stuttri grein í tímaritinu Nalure árið 1963, enda þótti mörgum segul- mælingagögnin of rýr til að geta talist dásamleg sönnun. Svipað hafði raunar átt sér stað rúmum 100 árum áður, þegar Darwin kom með sína kenningu, en báðar eiga kenningarnar það sam- eiginlegt, að öll þau gögn, sem síðan hafa komið fram, hafa rennt undir þær frekari stoðum. Árið 1965 ritaði svo Fred Vine aðra grein ásamt Kanada- manninum Tuzo Wilson, þar sem gögn frá Kyrrahafi voru lögð til grundvallar, og létu þá flestir vantrúarmenn sann- færast. Tuzo Wilson, sem nú var nefnd- ur, hefur annars verið í hópi heldri spá- manna nýju jarðfræðinnar frá upphafi, og eftir honum er það haft, að nú þurfi að endurskrifa allar kennslubækur i jarðvísindum — svo gersamlega séu hinar gömlu orðnar úreltar, enda er nú að þessu unnið í sívaxandi mæli síðan 1970. JARÐSKJÁLFTAR Botnskriðskenningin varð að vísu til án verulegs stuðnings frá jarðskjálfta- fræði, en hins vegar á frekari þróun nýju jarðfræðinnar, og flekakenningin, sem nú er undirstaðan í hinni nýju heimsmynd jarðfræðinnar, mest jarðskjálftafræð- inni að þakka. Jafnskjótt og botnskriðs- kenningin kom fram, sáu menn, hve fagurlega jarðskjálftagögnin féllu inn í myndina, jafnframt því, sem þau renndu nýjum og styrkum stoðum undir hana. Menn höfðu lengi vitað, að flestir jarðskjálftar, sem verða á jörðinni, og allir þeir, sem upptök sín eiga á miklu dýpi, eru tengdir djúphafsálum, og árið 1939 ritaði einn fræðimaður, David T. Griggs: „Flestir jarðskjálftafræðingar eru á því, að djúpskjálftarnir kringum Kyrrahafið virðist eiga upptök sín á 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.