Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 47
sjávarfjöllum til NV, yfir 2000 km langa. Aldursákvarðanir sýna, að elstu eyjarnar eru hinar vestustu, og almennt yngjast þær i átt til Hawaii — skýringin er sú, að Kyrrahafsflekann „rekur yfir“ svonefndan heitan reit, sem stendur rót- fastur þar sem Hawaii er. A heita reitn- um er jafnan eldvirkni, og há fjöll hlað- ast upp á hafsbotninum, en síðan berast þau til NV sitjandi á flekanum, og eld- virknin kulnar út og ný myndast á þeim stað, sem nú er á heita reitnum. Þannig hefur þetta gengið þarna í 40 milljón ár, en Midway-atoll, vesturendi Hawaii- keðjunnar, stendur einmitt á 40 milljón ára gömlum bergsökkli. Hryggir sem þessir nefnast „dauðir hryggir“ til að- greiningar frá hinum skjálftavirku mið- hafshryggjum. Menn telja sig nú þekkja 20—30 heita reiti á jörðinni: Hawaii er einn þeirra, ísland annar, Galapagos- eyjar hinn þriðji, og Azoreyjar hinn fjórði. Tuzo Wilson (1965a, b), sem áður var nefndur, benti á það fyrir löngu, að hina dauðu hryggi, sem liggja eins og þykkildi á jarðskorpunni út frá heitu reitunum, mætti nota til að rekja hreyf- ingar jarðskorpunnar miðað við jarð- möttulinn. Þannig sýnir Hawaii-klas- inn, eins og áður sagði, að Kyrrahafs- flekann hafi rekið til NV yfir þennan heita reit í 40 milljón ár, en þar á undan hafði hann aðra stefnu og norðlægari, eins og sést af framhaldi keðjunnar frá Midway-atoll til Emperor-seamount, sem er langleiðina norður við Aljúta- eyjar. Heitir reitir eru, eins og nafnið bendir til, og óháð þvi hvaða skoðanir menn kunna að gera sér um tilurð þeirra, staðir, sem standa hátt yfir um- hverfi sitt, og þar sem eldvirkni er til- tölulega mikil. Hins vegar bendir sitt- hvað til þess, að undir heitu reitunum rísi heitt möttulefni af mörg hundruð km dýpi — það heita möttulstrókar. I augum hinna fyrstu landreks- manna, og raunar allar götur fram til 1968 eða 1970, virtist ísland falla illa að þessu kerfi. Jarðfræði landsins virtist of flókin fyrir svo einfalda mynd. En nýjar rannsóknir og túlkanir hafa gerbreytt þessu sjónarmiöi, og jarðfræði Islands telst nú snar Joáttur í kerfi miðhafs- hryggja, skorpufleka, heitra reita og möttulstróka, og ýmsir Jaættir jarðfræði Islands, sem áður virtust hver öðrum óskyldir, og hver um sig [Dörfnuðust sér- stakrar skýringar, ef þeir höfðu [tá nokkra, falla náttúrlega hver á sinn stað í hinni nýju rnynd. Með flekakenning- unni hefur endurtekið sig gamla sagan: þykkni af staðreyndum hefur verið fellt i heilsteypt kerfi, sem ekki einasta skýrir tengsl jtess, sem áður var vitað, heldur vísar veginn til nýrra rannsókna. En áður en lengra er haldiö þarf að segja fáein orð um þau ferli, sem jarð- skorpuhreyfingum valda, en það var einmitt sá Jjáttur málsins, sem varð landrekskenningu Wegeners að falli. Aflvaki jarðskorpuhreyfinga er sá varmi, sem myndast í iðrum jarðar við klofnun geislavirkra efna. Varminn streymir til yfirborðsins, sem er kalt eins og menn vita. Þegar jafnmikill varmi tapast við yfirborðið og myndast hið innra, ríkir jafnvægi. Berg er lélegur varmaleiðari, en hitamyndun í jörðinni virðist vera meiri en svo, að geislun og leiðni megni að veita varmanum út. Þess vegna hefur hitastig jarðmöttulsins náð því marki, að efnið taki að ólga eins og grautur í potti, og iðustraumar taki við og beri varmann til yfirborðsins. Þessar hreyfingar eru griðarhægar, 1 cm á ári eða svo, en það er þessi hreyfing 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.