Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 55
síðasta hlýskeiði (Eemian) í Danmörku. Þar fann hann leifar 30 tegunda, og lifa þær allar í Danmörku nú á tímum. Tegundasamsetningin benti til lofts- lags, sem var svipað núverandi loftslagi, en merki um kaldara loftslag fundust bæði neðst og efst í lögunum. Var niðurstaða Freys í samræmi við frjó- greiningar úr sömu lögum. Múller (1974) greindi krabbadýraleifar úr kísilgúrlögum á Lúneburgarheiði í Þýskalandi, en þau eru talin frá næst- síðasta hlýskeiöi ísaldar (Holsteinian). Hann getur um leifar 17 tegunda, sem lifa allar á sömu slóðum nú. VATNAFLÆR í ELLIÐAVOGS- LÖGUNUM Fyrir rúmu ári síðan tók ég sýni úr surtarbrandi þeim, sem finnst í Elliða- vogslögununt svonefndu í Reykjavík. Var jtað von mín, að í honum mætti finna krabbadýraleifar, sem gefið gætu visbendingar um loftslag á jtví hlýskeiði ísaldar sem hann er myndaður á. Líkur hafa verið taldar á, að Elliðavogslögin væru frá næstsíðasta hlýskeiðinu (sbr. Þorleifur Einarsson 1968). Nýlega hefur Arni Hjartarson (1980) fært rök fyrir því, að lögin séu eldri. Lögin eru síð- kvarter að aldri, þ. e. yngri en 700.000 ára, en annars er óvíst um aldur þeirra. Efst í Elliðavogslögunum er hraun- lag, en fast undir því liggur 10 cm þykkt surtarbrandslag. Þá tekur við 7 cm þykkt lag af ljósgráum leir, sem líkist einna helst jökulleir. Undir honum er 6 cm þykkt lag af sand- og leirblöndnum surtarbrandi. Loks tekur við völubergs- lag. Þykkt [tess var ekki könnuð og ekki heldur önnur jarðlagaskipan á svæðinu (sjá Þorleif Einarsson 1968). Surtarbrandssýnin voru tekin úr efra surtarbrandslaginu norðarlega í Háu- bökkum. Þau voru soðin i 20 mín. í 10% kalíumhýdroxíði og (Dvínæst síuð með 63(j sigti. Það sem eftir sat í sigtinu var skoðað i vatni undir smásjá. Þess var sérstaklega gætt að nota nýtt sigti, svo að ekki slæddust með dýraleifar úr öðr- um sýnum. Talsvert fannst af vatnaflóaleifum í surtarbrandinum. Greindir voru 218 líkamshlutar, og tilheyrðu þeir 7 teg- undum, sem allar voru af kúluflóarætt (Tafla I). Kúlufló (Chydorus sphaericus (O.F. Múller)) var algengust með 47% leif- anna. Venja er í rannsóknum af þessu tagi að umreikna leifarnar í lágmarks- fjölda einstaklinga sem leifarnar geta verið af. 48% krabbadýranna tilheyra þannig þessari tegund. Hjálmfló (Acroperus harpae (Baird)) var næstal- gengasta vatnaflóin (34% leifa, 27% einstaklinga). Því næst kom mánaflóar- tegundin Alona guttata Sars (13% leifa, 16% einstaklinga). Höfuðskildir teg- undanna A. gutlata og A. rectangula Sars eru óaðgreinanlegir. Allir bolskildir lítilla mánaflóategunda (Alona spp.) voru greindir sem A. guttala, og um fjórðungur þeirra tilheyrði afbrigðinu tuberculata. Aðrar vatnaflóaleifar voru sjaldgæfar. Aðeins fundust 4 bolskildir og 1 höfuðskjöldur mánaflóarinnar Alona affinis (Leydig), jtrír afturbolir og tveir hlutar af bolskjöldum kornátu (Eurycercus lamellatus (O.F. Múller)), tveir bolskildir gáraflóar (Alonella nana (Baird)) og einn höfuðskjöldur granfló- ar (Graptoleberis testudinaria (Fischer)). Tvö söðulhýði halaflóar (Daphnia sp.) fundust einnig. Auk valnaflóaleifanna fundust egg- 49 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.