Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 58
SAMANBURÐUR VIÐ FYRRI RANNSÓKNIR Hvernig kemur þetta heim við annað, sem vitað er um surtarbrandinn í Ell- iðavogi? Pflug (1959) og Þorleifur Einarsson (1977) hafa skoðað frjókorn úr surtar- brandinum, og komust að þeirri niður- stöðu, að gróðurfar á Elliðavogssvæðinu hafi á myndunarskeiði surtarbrandsins verið svipað og verið hefur á nútíma hér á landi. Þorkell Þorkelsson (1935) fann tjarn- arset í Elliðavogslögunum. í því var mikið af fræjum og skordýraleifum, einkum bjölluleifum. Fræin voru af ýmsum mýra- og vatnajurtum, sem eru algengar hér á landi nú. Bjölluleifarnar voru langflestar af brunnklukkum (.Agabus bipustulatus sohen), sömu tegund og nú er algengust hér á landi. Einnig fundust leifar af vatnabjöllutegund af ættkvíslinni Hydroporus, þó ekki tjarna- klukku (/7. nigrita), sem er eina tegundin hér á landi nú. Aðrar leifar voru af landbjöllum, sem borist höfðu í tjörn- ina. Þar á meðal voru járnsmiður (Nebria gyllenhali), hlaupabjallan Patrobus sep- tentrionis og falski-Loki (Byrrhus fascialus), sem nú finnast um allt land og í ná- grannalöndunum sunnar og norðar en Island. í sýnum Þorkels fundust einnig leifar hlaupabjöllunnar Pterostichus dili- gens og jötunuxans Corticinus collaris (samnefni: Tachinus collaris). Er Þorkell ritaði grein sína var ekki betur vitað en þessar tegundir væru nær alveg bundn- ar við Suðurland. Þorkell dró þá álykt- un af tilvist síðarnefndu tegundarinnar í Elliðavogssurtarbrandinum og út- breiðslu hennar hér á landi nú, að lofts- lag á myndunartíma hlýskeiðslaganna hafi ekki getað verið meira en 1 °C kaldara en það er nú og sennilega svipað eða jafnvel eitthvað mildara. Utbreiðsla bjallna hér á landi er mun betur þekkt nú en árið 1935. Tegund- irnar P. diligens og C. collaris eru að vísu algengastar á sunnanverðu landinu, en þær eru einnig kunnar víða á láglendi i öðrurn landsfjórðungum (Larsson og Geir Gígja 1959). Loftslag hefði þvi getað verið lítið eitt kaldara en Þorkell taldi, en sú ályktun hans stendur óhögguð, að loftslagið hafi sennilega verið svipað eða jafnvel eitthvað mild- ara en nú. Tegundasamsetning krabbadýra í Elliðavogi styður því niðurstöður frjó- korna- og skordýragreininga. NIÐURLAG Vatnasetið sem Þorkell Þorkelsson fann i Elliðavogslögunum er því miður glatað, þvi að staðurinn hefur verið eyðilagður með mannvirkjagerð. Grein- ingar á lífveruleifum þaðan hefðu gefið mun fyllri mynd af loftslagi og lifsskil- yrðum en unnt er úr surtarbrandinum. Vatnaset er þó ekki óalgengt í fornum jarðlögum hér á landi. Liklegt er, að í því megi finna ýmsar smásæjar lífveru- leifar, sem geta gefið upplýsingar af þessu tagi. Æskilegt er, að þessum möguleikum verði meiri gaumur gefinn og að jarðfræðingar setji sig ekki úr færi við að rýna i þessi lög og taka úr þeim sýni er þau verða á vegi þeirra. Að lokum þakka ég Arnþóri Garðars- syni prófessor yfirlestur og lagfæringar á texta. 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.