Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 61
aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 1980 var haldinn
laugardaginn 7. mars 1981 i stofu 102 í
Lögbergi við Suðurgötu í Reykjavík. 17 fé-
lagar sóttu fundinn. Fundarstjóri var kosinn
Eyþór Einarsson og fundarritari Axel
Kaaber.
Fundarstjóri setti fundinn og fékk sam-
þykki fundarmanna fyrir því afbrigði frá
lögum félagsins að halda aðalfund nú í mars,
en ekki í febrúar eins og lög félagsins kveða á
um.
Formaður minntist látinna félaga og flutti
skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á
liðnu ári. Síðan las gjaldkeri upp reikninga
félagsins og voru þeir samþykktir.
Umræða varð um útgáfu Náttúrufræð-
ingsins og bágan fjárhag félagsins, sem staf-
aði af háum útgáfukostnaði. Töldu fundar-
menn æskilegast að halda Náttúrufræð-
ingnum í kringum 200 bls. pr. árgang, en
fyrirsjáanlega fer 50. árgangur nokkuð fram
úr því.
Ur stjórn áttu að ganga Sólmundur
Einarsson varaformaður og Ingólfur Einars-
son gjaldkeri. Ingólfur gaf kost á sér til
endurkjörs og var hann endurkjörinn. Sól-
mundur gaf ekki kost á sér til endurkjörs og
var Axel Kaaber kjörinn í hans stað. Stjórn-
in skiptir síðan með sér verkum eins og lög
félagsins segja fyrir um. 1 varastjórn voru
endurkjörnir þeir Bergþór Jóhannsson og
Einar B. Pálsson. Endurskoðendur voru
endurkjörnir þeir Magnús Arnason og
Tómás Helgason. Gestur Guðfinnsson var
endurkjö'rinn varaendurskoðandi.
Stjórnin flutti tillögu um hækkun félags-
gjalds úr gkr. 5000 í nýkr. 120, en tillaga kom
frá fundarmönnum um að hækka félags-
gjaldið í 150 kr. og var hún samþykkt.
Á fundinum rifjaði Sigurður Pétursson
gerlafræðingur upp sögu Náttúrufræðings-
ins og vék í leiðinni að hlutverki Hins ís-
Ienska náttúrufræðifélags eins og það er
skilgreint í lögum þess. Ræðumaður minnti
sérstaklega á 3. grein félagslaganna |rar sem
segir að félagið skuli stuðla að vexti og við-
gangi Náttúrugripasafnsins. Það er nú í
varöveislu Náttúrufræðistofnunar fslands.
Taldi ræðumaður að félagið ætti að beita sér
fyrir þvi, að gamalt loforð stjórnvalda um
hús fyrir safnið yrði efnt, ella yrði þessi
klausa strikuð út úr félagslögunum. Þá
minntist ræðumaður á fræðsluhlutverk
Náttúrufræðifélagsins, taldi þvi ekki sinnt
sem skildi nema til kæmi útgáfa bóka um
náttúrufræðileg efni, hliðstæð Bókmennta-
félaginu. Var gerður góður rómur að erindi
Sigurðar en sitt sýndist hverjum um hversu
langt skildi gengið með að framfylgja hug-
myndum hans. Varðandi fyrra atriðið hét
stjórnin þvi að styðja eftir mætti viðleitni
Náttúrufræðistofnunar til að koma safninu i
viðunandi húsnæði með rúmgóðum sýn-
ingarsölum, án þess þó að hafa þar frum-
kvæði, eða gripa fram í mál sem þegar væri
komið á rekspöl. Stjórnin taldi að margt
þyrfti að athuga, áður en ráðist yrði i bóka-
útgáfu i stærri stíl en nú er.
FRÆÐSLUSAMKOMUR
Á árinu voru eins og fyrr haldnar sex
fræðslusamkomur, allar í Árnagarði við
Suðurgötu, stofu 201. Á samkomum þessum
voru haldnir fyrirlestrar um hin margvísleg-
ustu náttúrufræðileg efni. Umræður urðu
um öll erindi og oft hinar fjörugustu. Aðsókn
að fyrirlestrunum var yfirleitt góð. Flestir
komu 140 en fæstir 30. Samkomugestir voru
alls um 290.
Fyrirlesarar og efni fyrirlestra var sem hér
segir:
28. janúar:
Fyrirlesari: Jón Jónsson jarðfræðingur.
Efni: Um jarðfræði Reykjanesskaga.
25. febrúar:
Fyrirlesari: Hjalti Fransson, jarðfræðing-
ur. Efni: Jarðfræði Hafnarfjalls og Skarðs-
heiðar.
31. mars:
Fyrirlesari: Hjörleifur Guttormsson líf-
fræðingur. Efni: Frá Eyjabökkum til
Kringilsárrana, lifríki og landmótun.
28. aþríl:
Fyrirlesarar: Kristján Sæmundsson jarð-
fræðingur og Guðmundur Pálmason jarð-
55