Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 102

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 102
Ritfregnir Guðmundur Kjartansson: KOLD OG VÖTN, greinar um jarðfræöilegt efni, 223 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1980 Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefursent frá sér bók með ofangreindu heiti, en hún er safn ritgerða, alls 13, eftir Guðmund Kjart- ansson, jarðfræðing, en hann lést 7. apríl 1974. Hver sá er áhuga hefur á íslenskri jarðfræði hlýtur að fagna því að þarna hafa verið færðar saman í eina bók gagnmerkar ritgerðir hins ágæta vísindamanns, sem bæði var glöggskyggn og gerhugull. Greinar þessar hafa að vísu áður verið birtar á prenti, en svo langt er nú um liðiö að ég ætla að margar þeirra séu sumum hinna yngri jarð- visindamanna lítt kunnar. Bókin hefst á ritgerðum Guðmundar um Heklu og Hekluhraun ásamt grein um Hcklugosið 1947. En Guðmundur var raun- ar fyrstur til þess, og þá á námsárum, að hefja skipulagðar rannsóknir á Heklusvæð- inu öllu og þar með á vissan hátt sögu þessa eldfjalls. Þáttur hans í rannsóknum gossins 1947—48 hefði gjarnan mátt vera meiri. Næst er svo ritgerð, sem fjallar um minjar jökla frá síðasta skeiði ísaldar á Suðurlands- undirlengi. Þar setur Guðmundur fram í ljósu máli og myndum, því hann var ágætis teiknari, kenningu um hörfun síðustu ísald- arjökla á þessu svæði. Þær rannsóknir eru sá grundvöllur, sem síðari tíma athuganir víða um land að verulegu leyti hvíla á. Næsta ritgerð fjallar um íslensk vatnsföll og er, það ég best veit, ein hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku að þv! leyti sem hún fjallar um skil- greiningu mismunandi tegunda vatnsfalla. Hefur þeirri skilgreiningu að mestu leyti verið fylgt síðan. Vel væri ef þessi grein yrði tekin upp í kennslubækur. Þeim mundi þá smám saman fækka, sem ekki kunna á því skil hvað kaldavermsl er, en furðu oft rekst maður á harla furðulegar — á fínna máli sagt frumlegar — hugmyndir um það fyrir- bæri. Ritgerðin um lokaskeiö isaldar fær eðlilegt framhald í grein um jökulrákir og síðar i ritgerðinni: „Isaldarlok og eldfjöll á Kili“ en segja má að upp úr þvi spretti eitt merkasta framlag Guðmundar til islenskrar jarðfræði, stapakenningin. Að visu var hún alllöngu áður fullmótuð i huga Guðmundar en fékk trausta stoð í þessum rannsóknum hans og loks var hann svo heppinn að fá að lifa það að náttúran sjálf færði honum sannanirnar i Surtseyjargosinu. Niðurröðun þessara kafla bókarinnar er vel af hendi leyst. Þeir falla eðlilega hver að öðrum og sýna þróunarferil rannsókna Guð- mundar og um leið hversu markvisst hann vann. Náttúrulýsingar hans eu frábærlega glöggar og nákvæmar. Málið er kristaltært, hnitmiðað og laust við alla tilgerrð og mærð. Við lestur þessara ritgerða hefur maður á tilfinningunni að Guðmundur hafi aldrei jrurft aö leita að orðum, jrau hafi sprottið fram af sjálfu sér vegna lifandi tengsla við efnið. Af heilum hug skal mælt með lestri þess- arar bókar hverjum jreim íslendingi er um jarðfræði ritar á móðurmálinu — og mættu þcir raunar fleiri vera — úr þeim hópi, sem nú er orðinn býsna stór. Það er ósk og von jress er þetta ritar að bók þessi verði mikið lesin, og ekkert bókasafn á landinu ætti án hennar að vera. Jón Jónsson Náttúrufræðingurinn, 51 (1—2), bls. 96, 1981 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.