Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 25
Áslaug Helgadóttir:
Vaxtarferill grasa og veðurfar
INNGANGUR
Allt frá því Turesson (1922, 1925,
1930) birti fyrstu greinar sínar um
staðbrigði plantna, hefur löngum
freistað manna að kanna hvernig
plöntur aðlagast umhverfinu. Um-
hverfi það sem plöntur búa í er
síbreytilegt; veðurlag er með ýmsu
móti, eðlis- og efnaeiginleikar jarð-
vegs eru fjölþættir og lífverur móta
sína nánustu vist. Útbreiðsla sumra
plöntutegunda er mjög takmörkuð og
finnast þær einungis í ákveðnu um-
hverfi. Á hinn bóginn er einnig al-
gengt að sama plöntutegund sé út-
breidd um heiminn og því er hægt að
finna hana í hinu fjölbreyttasta um-
hverfi. Á 1. mynd má t. d. sjá út-
breiðslu vallarsveifgrass á norðurhveli
jarðar. Nær það allt frá Grænlandi til
Miðjarðarhafs og um meginhluta Asíu
og N-Ameríku. Á þessuin svæðuin rík-
ir margskonar loftslag. Daglengd, sól-
geislun, hitastig og úrkoma eru t. d.
breytileg frá einu landssvæði til ann-
ars, en einnig breytast þessir þættir
innan hvers landssvæðis. Þar getur
verið um tilviljanakenndar sveiflur að
ræða, en einnig breytist t. d. hitastig
nokkuð reglulega yfir sólarhringinn,
auk þess sem hitastig og daglengd
breytast reglulega yfir árið. Hefur
tegundinni augljóslega tekist að að-
lagast því veðurfari sem ríkir á hverju
svæði.
Margar athuganir hafa sýnt að oft er
mikill lífeðlis- og útlitsmunur á stofn-
um sömu plöntutegundar, sem safnað
hefur verið á ólíkum loftslagssvæðum,
t. d. af mismunandi breiddargráðum
eða í mismikilli hæð yfir sjó (Hiesey og
Milner 1965). í ljós hefur komið að
sérhver stofn er aðlagaður loftslagi á
heimaslóðum sínum (t. d. Clausen
o. fl. 1940, 1948; Cooper 1952, 1964).
En plöntur verða einnig að þola árs-
tíðabundnar sveiflur í veðurfari á vaxt-
arstað sínum og fellur vaxtar- og
þroskaferill þeirra að þeim sveiflum
sem þar verða. Grös, sem þrífast allt
frá N-Evrópu til Miðjarðarhafs, vaxa
og mynda fræ á þeim árstíma þegar
aðstæður eru ákjósanlegastar. Gerir
það plöntunum kleift að þola eða forð-
ast sumarþurrka eða vetrarkulda
(Cooper 1964). Við Miðjarðarhaf
vaxa grös á veturna en liggja í dvala á
sumrin, þegar þurrkar takmarka vöxt
þeirra. Plönturnar vaxa því best við
tiltölulega lágt hitastig á þessum slóð-
um, fræ þroskast seinni hluta vetrar
eða snemma á vorin og plönturnar lifa
af þurrkana annað hvort í dvala eða
sem fræ. Á norðurslóðum, og þar sem
meginlandsloftslag ríkir og vetur eru
mjög kaldir, falla grös aftur á móti í
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 19-32, 1983
19