Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 30
NIÐURSTÖÐUR
Vetrarþol
Vallarsveifgrasið lifði allt fyrsta vet-
urinn í Reading, en á Korpu drápust
aftur á móti mjög margar plöntur vet-
urinn eftir fyrstu útplöntun. Þó var þar
mikill munur á stofnum (Tafla II).
Einungis um þriðjungur plantnanna
frá Rothamsted lifði af harða veturinn
1978—1979, en stofnarnir frá Sáms-
stöðum stóðu sig best. Allir stofnar
lifðu bærilega veturinn eftir að þeim
var plantað út í annað sinn. Bæði ís-
lensku og bresku plönturnar sölnuðu
yfir veturinn á Korpu, en í Reading
héldust þær allar grænar (3. mynd).
Hálíngresið lifði einnig allt í Read-
ing. Á Korpu drápust aftur á móti nær
allar plönturnar frá Rothamsted vetur-
inn 1978-1979 og íslensku plönturnar
fóru einnig mjög illa (Tafla II). Vetur-
inn á eftir seinni útplöntun lifðu lang-
flestar íslensku plönturnar, en einungis
þriðjungur bresku plantnanna. ís-
Iensku plönturnar sölnuðu allar yfir
veturinn í Reading, en bresku plönt-
urnar héldust fagurgrænar (4. og 5.
mynd). Á Korpu sölnuðu allir stofnar,
rétt eins og hjá sveifgrasinu. Um vorið
var því veitt athygli að meiri sina var á
plöntunum frá Rothamsted heldur en
á íslensku plöntunum, sem bendir til
þess að þær hafi vaxið lengur fram á
haustið eftir að þær voru klipptar um
miðjan ágúst.
Skriðtími
Vallarsveifgrasið skreið í lok apríl
vorið 1979 í Reading, en nær tveimur
vikum seinna 1980. Röð stofnanna var
þó mjög svipuð bæði árin (r=0.91)
(Tafla III). Stofnarnir frá Gullfossi og
Skálafelli skriðu fyrst, síðan skriðu
Tafla II. Afkoma (%) vallarsveifgrasstofna (P. pratensis) og hálíngresisstofna
(A. tenuis), sem safnað var í Rothamsted, á Sámsstöðum, Akureyri, við
Gullfoss og í Skálafelli, og plantað út í Reading 1978 og á Korpu 1978 og 1979.
- The plant survival (%) of ecologically contrasting populations of P. pratensis
and A. tenuis, collected from Rothamsted, Sámsstadir, Akureyri, Gullfoss and
Skálafell, planted at Reading 1978 and at Korpa in 1978 and 1979.
Reading
1978
Korpa
1978
1979
Vallarsveifgras
P. pratensis
Söfnunarstaðir
Collecting sites
Rotham- Sáms- Akur- Gull- Skála-
stcd staöir cyri foss fcll
100 100 100 100 100
35 85 71 64 65
95 99 97 96 100
Hálíngresi
A. tenuis
Söfnunarstaðir
Collecting sites
Rotham- Sáms- Akur- Gull- Skála-
stcd staöir eyri foss fcll
100 100 100 100 100
0 21 30 15 13
33 96 99 92 98
24