Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 148
hefur fallið norður og mest um undir-
göng, sem enn má sjá. Lengst norður
nær hraun þetta að Helgafelli og hefur
runnið í örþunnum straumi vestur með
því að sunnan en hverfur loks undir
Gvendarselshraun við suðvesturhorn-
ið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leys-
ingavatn grafið fornan jarðveg undan
hrauninu svo það hefur á kafla fallið
niður. Kemur við það í ljós jarðvegs-
lag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í
því m. a. eitt Ijóst öskulag, sem talið
er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800
árum), en næst hrauninu eru kolaðar
gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar
hafa verið og reynst 1075±60 CM ár,
(Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að
hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er
því frá sögulegum tíma. Jafnframt
fannst landnámslagið undir þessu
hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt nið-
urfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út
á þetta hraun og eru því yngri, en þau
eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfells-
hraun og svo það litla hraun, sem næst
verður fjallað um í þessari grein.
G vendarselshraun
Norðurendi Undirhlíða er nefndur
Gvendarselshæð. Hún endar við Kald-
árbotna. Austan í hæðinni gegnt
Helgafelli er gígaröð, sem ég hef nefnt
Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi
því, sem liggur eftir endilöngum Und-
irhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar
vesturbrún Helgadals og klýfur
Búrfellsgíginn um þvert og heldur
áfram um Heiðmörk. Hraun frá þess-
ari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli
Gvendarselshæðar og Helgafells. Víð-
ast er það dæmigert helluhraun. Það
hefur runnið niður í Kaldárbotna að
norðaustan í smátotu, sem hangir þar
niður, en hefur staðnæmst neðan við
hjallann. Annar straumur hefur fallið
vestur um skarðið milli Kaldárbotna
og Hlíðarhorns og nær nokkuð
vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það
svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf
til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja
hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýr-
skarð við suðurenda megin gígaraðar-
innar, og út á Óbrinnishólahraun, og
myndar smá hraunbleðil vestan undir
hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur
Tvíbollahraun inn undir Gvendarsels-
hraun við suðurenda Helgafells.
Gvendarselshraun er því yngra. Auk
þess grófum við Sigmundur Einarsson
jarðfræðingur inn undir hraunið syðst
og fundum þar bæði landnámslagið og
gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar
hafa verið og reynst vera frá því um
1075.
Nýjahraun — Kapelluhraun
Eins og áður er sagt bendir
upprunalegt nafn þessa hrauns ótví-
rætt til þess að það hafi orðið til á
sögulegum tíma. Um aldur þess hefur
að öðru leyti ekki verið vitað.
í sambandi við rauðamalarnám við
gígina, sem hraunið er komið úr, opn-
aðist ntöguleiki til þess að komast að
jarðvegslögum undir því og ná þar í
kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin
alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi
stöðum. Aldursákvarðanir á þeim
sýndu að gosið hafi þarna um 1005.
Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við
þessar aldursákvarðanir er með þeim
staðfest að hraunið er frá sögulegum
tíma og næsta Ijóst að gosið hafi orðið
snemma á 11. öld.
132