Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 136
1. mynd. Einföld mynd sem sýnir
muninn á hliðarplötum á öðrum lið aftur-
bols (a2) hjá Penaeidea (mynd la) og
Caridea (mynd lb) rækjum - A simplified
figure showing tlie difference in the pleura
of the second abdominal somite (a2) of
Penaeidea (la) and Caridea (lb) shrimps.
ströndinni (2 dýr, 63°19’N, 16°52’V,
togdýpi 50 m) og í seiðavörpu norður
af Hornbjargi (4 dýr, 67°29’N,
22°30’V, togdýpi 30m). Þá hafa einnig
fundist 24 dýr í mögum þorska, sem
veiddir voru í botnvörpu suðvestur og
norðvestur af landinu (63°05’N,
24°20’V, dýpi 140 m; 66°54’N,
22°03’V, dýpi 170 m; 67°20’N,
23°30’V, dýpi 190m) (2. og 3. mynd).
Sergestes arcticus er úthafstegund,
sem finnst einkum í efri- og miðlögum
sjávar. Á daginn dveljast dýrin á 150-
300 m dýpi, en á nóttunni koma þau
upp í efri lög sjávar og finnast þá við
yfirborð og niður á 100 m. Eins og
margar mið- og djúpsjávartegundir
rækju nærist S. arcticus aðallega að
næturlagi. í mögum þeirra hafa m. a.
fundist götungar, geislungar, pílorm-
ar, krabbaflær og ýmsar ógreinaniegar
leifar annarra sntákrabbadýra (Omori
1974). Kítinskel (hamur) S. arcticus er
frekar þunn og kalklítil. Rauðir litber-
ar eru dreifðir á frambolnum og lita
þeir hann rauðri slikju. Að öðru leyti
er S. arcticus nær alveg litlaust og
gagnsætt dýr og því ákaflega fallegt,
þegar það er skoðað ferskt úr sjó.
I Krossfirði (Korsfjorden) á vest-
urströnd Noregs hrygnir Sergestes arc-
ticus að vori til. Dýrin verða
kynþroska, þegar þau eru eins árs, en
þau sem ná hæstum aldri verða varla
eldri en rúmlega tveggja ára (Matt-
hews og Pinnoi 1973). Fullvaxta er 5.
arcticus um 50 mm að lengd.
Eins og áður sagði, er Sergestes arc-
ticus sú Penaeidea rækjutegund, sem
nyrstu útbreiðslu hefur í Norður Atl-
antshafi. Við vesturströnd Grænlands
og vesturströnd Noregs hefur hún
fundist norður á 70. breiddargráðu. í
úthafinu suðvestur, suður og suð-
austur af íslandi finnst S. arcticus á
víðáttumiklu svæði allt suður til Mið-
jarðarhafs (Heegaard 1941). Náskyld
S. arcticus er önnur tegund S. similis,
sem er mjög algeng í norðaustanverðu
Kyrrahafi. Talið er, að reyðarhvalir
þeir, sem á sumrin dveljast í sunnan-
verðum Alaskaflóa, éti þar um 140
þúsund tonn af S. similis (Omori
1974). Engar upplýsingar eru til um
magn eða mikilvægi S. arcticus í fæðu-
tengslum í Norður Atlantshafi.
Sclerocrangon ferox (G. O. SARS),
Gaddaþvari
Við rækjuveiðar sumarið 1976
fékkst Sclerocrangon ferox í vörpu í
Húnaflóaál (4 dýr, 66°50’N, 20°14’V,
122