Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 221
Kristján Sæmundsson:
Skýrsla um Hið íslenska náttúru-
fræðifélag fyrir árið 1981
FÉLAGAR
Skráðir félagar í náttúrufræðifélaginu og
kaupendur Nátturfræðingsins voru í árslok
1981 samtals 1866, og skiptust þannig:
Heiðursfélagar 4, kjörfélagar 2, ævifélagar
47, ársfélagar innanlands 1631, ársfélagar
erlendis 68, félög og stofnanir 112. Einn
heiðursfélagi lést á árinu 1981: Ingimar
Óskarsson, náttúrufræðingur. Ingimar var
landsþekktur fyrir rannsóknir sínar í grasa-
fræði og dýrafræði og ötull fræðari eins og
menn þekkja af fjölda útvarpserinda og
ritgerða og naut Náttúrufræðingurinn ekki
síst góðs þar af. Pá átti Ingimar um skeið
sæti í stjórn Náttúrufræðifélagsins. Fjórir
ævifélagar létust á árinu: Bjarni Ólafsson,
bókbindari, Egill Hallgrímsson kennari,
Geir Gígja skordýrafræðingur og Helgi P.
Briem fyrrum sendiherra. Við minnumst
þeirra með virðingu og þakklæti sem og
annarra 14 félagsmanna sem létust á árinu
svo félagsstjórninni sé kunnugt um.
Þegar félagatalið var endurskoðað fyrir
tölvusetningu í fyrra hurfu yfir 100 nöfn af
skrá. Útstrikanir og úrsagnir eru þetta árið
38, en nýir félagar bættust við alls 101 á
árinu. Frá síðasta ári hefur þannig fjölgað í
félaginu um 46 menn.
STJÓRN OG STARFSMENN
FÉLAGSINS
Stjórn náttúrufrœðifélagsins var þannig
skipuð: Formaður var Kristján Sæmunds-
son jarðfræðingur, varaformaður Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur, gjaldkeri
Ingólfur Einarsson verslunarmaður, ritari
Axel Kaaber framkvæmdastjóri, og Bald-
ur Sveinsson verkfræðingur var með-
stjórnandi.
í varastjórn voru Bergþór Jóhannsson
grasafræðingur og Einar B. Pálsson verk-
fræðingur.
Endurskoðendur voru Tómás Helgason
húsvörður og Magnús Árnason
múrarameistari.
Varaendurskoðandi var Gestur Guðfinns-
son blaðamaður.
Ritstjóri Náttúrufrœðingsins var Helgi
Torfason jarðfræðingur.
Afgreiðslumaður Náttúrufrœðingsins var
Stefán Stefánsson fyrrv. bóksali.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar
skipuðu Guðmundur Eggertsson, erfða-
fræðingur, Ingólfur Davíðsson, grasafræð-
ingur og Sólmundur Einarsson sjávarlíf-
fræðingur, en hann var jafnframt gjaldkeri
sjóðsins.
Varamenn í stjórn Minningarsjóðs Eggerts
Ólafssonar voru Ingimar Óskarsson nátt-
úrufræðingur og Sigurður H. Pétursson
gerlafræðingur.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur fyrir árið 1981 var haldinn
laugardaginn 20. febrúar 1982 í stofu 101 í
Lögbergi. Fundinn sóttu 20 félagsmenn.
Fundarstjóri var kosinn Einar B. Pálsson
og fundarritari Axel Kaaber. Formaður
Náttúrufræöingurinn 52 (1—4), bls. 201—205, 1983
201